Þriðja umferð Grill66-deildar stóð yfir frá síðasta föstudegi og fram á sunnudagskvöld. Fimm leikir fóru fram.
Hæst bar í umferðinni að Víkingur og ÍR unnu fyrstu leiki sína í deildinni. Víkingar unnu góðan sigur á FH í Víkinni með þriggja marka mun eftir að hafa verið undir að loknum fyrri hálfleik.
ÍR-liðið sprakk út í Sethöllinni á Selfossi og lagði þar heimaliðið á sannfærandi hátt. FH og Selfoss töpuðu sínum fyrstu leikjum í deildinni.
Víkingur – FH 24:21 (11:12).
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 7, Elín Helga Lárusdóttir 5, Arna Þyrí Ólafsdóttir 4, Ester Inga Ögmundsdóttir 3, Kara Rún Árnadóttir 2, Steinunn Birta Haraldsdóttir 2, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 1.
Mörk FH: Aþena Arna Ágústsdóttir 5, Hildur Guðjónsdóttir 4, Fanney Þóra Þórsdóttir 3, Emilía Ósk Steinarsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 3, Arndís Sara Þórsdóttir 1, Ivana Meincke 1, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1.
Selfoss – ÍR 28:36 (16:19).
Mörk Selfoss: Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 6, Rakel Hlynsdóttir 5, Inga Sól Björnsdóttir 5, Emelía Ýr Kjartansdóttir 3, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Roberta Stropus 3, Krístín Una Hólmarsdóttir 2, Hugrún Tinna Róbertsdóttir 1.
Mörk ÍR: Ksenija Dzaferovic 9, Stefanía Ósk Hafberg 7, Hildur María Leifsdóttir 7, Auður Margrét Pálsdóttir 6, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Ísabella Schöbel Björnsdóttir 1.
Fram U – ÍBV U 33:28 (16:10).
Mörk Fram U.: Tinna Valgerður Gísladóttir 10, Valgerður Arnalds 8, Svala Júlía Gunnarsdóttir 5, Elísabet Ósk Ingvarsdóttir 5, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 3, Dagmar Pálsdóttir 2.
Mörk ÍBV U.: Þóra Björg Stefánsdóttir 11, Ólöf María Stefánsdóttir 6, Ingibjörg Olsen 5, Aníta Björk Valgeirsdóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1, Karla Arnarsdóttir 1, Sara Sif Jónsdóttir 1, Amelía Dís Einarsdóttir 1.
Stjarnan U – Fjölnir/Fylkir 29:31 (14:16).
Mörk Stjörnunnar U.: Katla María Magnúsdóttir 9 , Sonja Lind Sigsteinsdóttir 6, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 5, Birta Líf Haraldsdóttir 2, Hekla Rán Hilmisdóttir 2, Guðný Kristín Erlingsdóttir 2, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1, Thelma Lind Victorsdóttir 1, Hafdís Hanna Einarsdóttir 1.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Harpa Elín Haraldsdóttir 8, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 7, Anna Karen Jónsdóttir 6, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 5, Ada Kozicka 4, Katrín Erla Kjartansdóttir 1.
HK U – Grótta 24:27 (10:15).
Mörk HK U.: Inga Dís Jóhannsdóttir 7, Margrét Guðmundsdóttir 4, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Karen Hrund Logadóttir 3, Embla Steindórsdóttir 3, Leandra Náttsól Salvamoser 2, Telma Medos 1, Amelía Laufey M. Gunnarsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 7, Rut Bernódusdóttir 6, Valgerður Helga Ísaksdóttir 4, Jónína Líf Ólafsdóttir 4, Guðný Hjaltadóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Dagný Lára Ragnarsdóttir 1.
- Ellefu lið eru í Grill66-deild kvenna og situr eitt yfir í hverri umferð. Að þessu sinni sat ungmennalið Vals yfir.
- Stöðuna í Grill66-deild kvenna og næstu leiki má sjá hér.