- Auglýsing -
- Auglýsing -

Getumunurinn var verulegur

Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA, fer með sveit sína til Vínarborgar um undir lok þessa mánaðar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við áttum í bölvuðu basli. Varnarleikur Vals var það góður að það sem við héldum að myndi virka hjá okkur í sókninni gekk engan veginn upp,“ sagði Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, daufur í bragði eftir að Valsmenn tóku liðsmenn hans í kennslustund í KA-heimilinu í kvöld í Olísdeild karla, lokatölur voru 35:26. KA-liðið var 11 mörkum undir eftir liðlega 20 mínútna leik og átti aldrei möguleika gegn sterku liði Íslands- og bikarmeistaranna.


„Þetta var virkilega erfitt. Þessi leikur var mjög þungur, því miður. Við skoruðum ekki nema átta mörk í fyrri hálfleik. Við gáfumst aldrei upp og reyndum að mjaka okkur nær þeim. Það tókst bara ekki því miður. Getumunurinn var verulegur,“ sagði Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA í stuttu samtali við handbolta.is í KA-heimilinu í kvöld eftir að hans menn voru hreinlega kjöldregnir af frábæru Valsliði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -