Selfoss fór upp að hlið FH á toppi Grill66-deildar kvenna í handknattleik í dag þegar liðið vann Gróttu með fjögurra marka mun, 31:27, í fjórðu umferð deildarinnar í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Selfoss var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:14.
Með sigri Selfossliðsins í dag þá færðist ÍR niður í þriðja sæti, stigi á eftir Selfossi og FH sem hafa sex stig hvort eftir fjóra leiki. Grótta er síðan þar á eftir með fjögur stig, einnig eftir fjóra leiki.
Selfossliðið endurheimti unglingalandsliðskonuna Tinnu Sigurrós Traustadóttur inn í liðið aftur en hennar var sárt saknað í tapleiknum við ÍR í Sethöllinni fyrir níu dögum. Tinna Sigurrós skoraði níu af mörkum Selfossliðsins. Roberta Strope var einnig öflug í Selfossliðinu eins og í undanförnum leikjum.
Mest kvað að Nínu Líf Gísladóttir í liði Gróttu.
Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 9, Roberta Stropus 8, Emelía Kjartansdóttir 6, Elínborg Þorbjörnsdóttir 4, Kristín Una Hólmarsdóttir 3, Tinna Soffía Traustadóttir 1.
Mörk Gróttu: Nína Líf Gísladóttir 7, Rut Bernódusdóttir 5, Valgerður Helga Isaksdóttir 5, Guðný Hjaltadóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3.
Staðan í Grill66-deild kvenna er hér.