Sigþór Gellir Michaelsson fór mikinn í kvöld þegar Vængir Júpiters unnu sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu í Grill66-deild karla í handknattleik í Dalhúsum í kvöld er liðsmenn Berserkja komu í heimsókn. Sigþór Gellir gekk nær því berserksgang og skoraði 11 af 26 mörkum Vængjanna í tveggja marka sigri, 26:24, en þeir voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik.
Í hinni viðureign dagsins í deildinni unnu Þórsarar öruggan sigur á Aftureldingu, 32:26, í Höllinni á Akureyri. Þar með komst Þórsliðið upp í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eins og Hörður og ÍR sem eiga leik til góða á morgun, laugardag.
Þór var marki yfir í hálfleik, 16:15. Í síðari hálfleik skildu leiðir liðanna. Arnór Þorri Þorsteinsson lék afar vel og það ekki í fyrsta sinn á tímabilinu. Hann skoraði 10 mörk. Norður Makedóníumaðurinn Tomislav Jagurinovski sem fór á kostum um síðustu helgi var spakari í dag og lék nægja að skora fjórum sinnum. Arnþór Gylfi Finnsson lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í deildinni.
Vængirnar voru marki yfir í hálfleik gegn Berserkjum. Síðarnefnda liðið situr nú eitt eftir á botni deildarinnar án stiga eftir þrjár viðureignir. Sigþór Gellir leikmaður Vængjanna lék sinn fimmta leik í deildinni í kvöld.
Þór Ak. – Afturelding U 32:26 (16:15).
Mörk Þórs: Arnór Þorri Þorsteinsson 10, Arnþór Gylfi Finnsson 7, Tomislav Jagurinovski 4, Jóhann Einarsson 4, Andri Snær Jóhannsson 2, Viðar Ernir Reimarsson 2, Viktor Jörvar Kristjánsson 2, Garðar Már Jónsson 1.
Mörk Aftureldingar U.: Agnar Ingi Rúnarsson 8, Ágúst Atli Björgvinsson 7, Haraldur Björn Hjörleifsson 4, Stefán Scheving Guðmundsson 3, Böðvar Scheving Guðmundsson 2, Ægir Líndal Unnsteinsson 1, Grétar Jónsson 1.
Vængir Júpíters – Berserkir 26:24 (14:13).
Mörk VJ.: Sigþór Gellir Michaelsson 11, Gístli Steinar Valmundsson 3, Jónas Eyjólfur Jónasson 3, Brynjar Jökull Guðmundsson 2, Albert Garðar Þráinsson 2, Hlynur Már Guðmundsson 2, Stefán Hinriksson 1, Ragnar Áki Ragnarsson 1, Viktor Orri Þorsteinssson 1.
Mörk Berserkja: Logi Gliese Ágústsson 7, Þorri Starrason 5, Ragnar Þór Kjartansson 3, Hinrik Óttarsson 3, Marinó Gauti Gunnlaugsson 2, Einar Gauti Ólafsson 2, Rúnar Kristjánsson 1, Þórhallur Axel Þrastarson 1.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.