- Auglýsing -
ÍR tyllti sér eitt í efsta sæti Grill66-deildar karla í handknattleik í dag og situr þar að minnsta kosti eitthvað fram á kvöldið eftir tíu marka sigur á ungmennaliði Vals í miklum markaleik í Austurbergi í dag, 43:33. All voru skoruð 37 mörk í fyrr hálfeik og af þeim skoraði ÍR-liðið 19.
ÍR hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni og hefur þar af leiðandi átta stig. Þar með á ÍR topplið beggja Grill66-deildanna um þessar mundir.
Hörður er með sex stig eftir þrjá leiki og Þór er einnig með sex stig í safninu, en hefur lokið fjórum leikjum. Hörður mætir ungmennaliði Hauka í kvöld á Ísafirði.
Mörk ÍR: Bjarki Steinn Þórisson 8, Kristján Orri Jóhannsson 8, Dagur Sverrir Kristjánsson 7, Viktor Sigurðsson 7, Ólafur Haukur Matthíasson 5, Arnar Freyr Guðmundsson 4, Eyþór Waage 3, Bergþór Róbertsson 1.
Mörk Vals U.: Andri Finnsson 7, Jóel Bernburg 5, Þorgeir Arnarsson 4, Erlendur Guðmundsson 3, Breki Hrafn Valdimarsson 3, Róbert Nökkvi Petersen 3, Tryggvi Garðar Jónsson 3, Sigurður Bjarni Thoroddsen 2, Áki Hlynur Andrason 1, Ísak Logi Einarsson 1, Stefán Pétursson 1.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.
- Auglýsing -