- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórði Íslendingurinn til að rjúfa 1.000 marka múrinn

Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður bikarmeistara Lemgo náði þeim áfanga á dögunum að verða fjórði íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að rjúfa 1.000 marka múrinn í þýsku 1. deildinni í handknattleik.


Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur með 2.108 mörk fyrir Essen Gummersbach, Rhein-Neckar Löwen og THW Kiel. Alexander Petersson er næstur 1.736 mörk og Ólafur Stefánsson er þar á eftir með 1.246 mörk.
Bjarki Már rauf 1.000 marka muninn í leik Lemgo og GWD Minden á sunnudaginn fyrir viku þegar hann skoraði 11 mörk í þriggja marka sigri Lemgo, 32:29. Hann bætti fjórum mörkum við í gær.


Suður-Kóreumaðurinn Yoon Kyung-Shin er markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar frá upphafi. Hann skoraði 2.905 mörk í 406 leikjum fyrir Gummersbach og HSV Hamburg frá 1996 til 2008. Guðjón Valur er sjöundi markahæsti leikmaður í sögu þýsku 1. deildarinnar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -