- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Markasúpa í Katalóníu

Slóvenska skyttan Jure Dolenek sækir að Króatanum Veron Nacinovic í liði Celje í Barcelona í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson og samherjar í Barcelona unnu sinn annan leik á einni viku í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu Celje Lasko frá Slóveníu með 14 marka mun á heimavelli í miklum markaleik, 42:28.

Liðin skiptu mörkunum jafnt á milli hálfleikja því að loknum þeim fyrri var staðan 21:14. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Slóvenski hornamaðurinn sem kom til Barcelona í sumar, Blaz Janc, var markahæstur með sjö mörk. Aleix Gómez Apelló var næstur með sex mörk. Daninn Capser Mortensen og Frakkinn Dika Mem skoruðu fimm mörk hvor.

Domen Novak var markahæstur hjá Celje-liðinu með sjö mörk.

Barcelona hefur þar með fjögur stig eins og Aalborg og Veszprém eftir tvær umferðir í A-riðli. Veszprém vann í kvöld Zagreb með 12 marka mun, 37:25. Ungverska liðið virðist afar öflugt um þessar mundir undir stjórn Spánverjans David Davis. Igor Vori virðist hinsvegar ekki ná Zagreb-liðinu á skrið en hann tók við stjórn þess í sumar.

Þýska meistaraliðið THW Kiel tapaði óvænt með átta marka mun á heimavelli fyrir Nantes frá Frakklandi, 35:27. Valero Rivera fór mikinn í leiknum og skoraði 10 mörk fyrir Nantes í 13 skotum. Hendrik Pekeler, Sandor Sagosen og Magnus Landin skoruðu fjögur mörk fyrir Kiel-liðið, sem var á eftir allan leikinn.

Kiel og Nantes hafa tvö stig hvort lið eftir tvær umferðir. Kiel vann Zagreb á útivelli fyrir viku á sama tíma og Nantes átti ekki roð í Veszprém á heimavelli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -