- Auglýsing -
Danska handknattleikskonan Sofie Söberg Larsen hefur ekkert tekið þátt í síðustu þremur leikjum Íslandsmeistara KA/Þórs. Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs sagði góða skýringu vera á fjarveru hennar. Larsen stundar nám við danskan skóla og fer það fram í lotum. Ein þeirra stendur yfir um þessar mundir.
„Sofie fór til Danmerkur strax eftir leikina okkar í Kósovó í Evrópukeppninni. Þá hófst sex vikna lota í náminu. Þar af leiðandi er hún ekki væntanleg til Akureyrar alveg á næstunni,“ sagði Andri Snær og bætir við.
„Sofie ætlaði í raun aldrei að vera með okkur en þegar á hólminn var komið þá var ákveðið að hún yrði með okkur þann tíma sem hún er á landinu. Vonandi verður hún sem mest með okkur eftir áramót,“ sagði Andri Snær.
Larsen kom óvænt til liðs við KA/Þór í sumar þar sem hún er sambýliskona færeyska línumannsins Pætur Mikkjalsson sem leikur með KA.
- Auglýsing -