Fjölnismenn sendu skýr skilaboð til toppliða Grill66-deildar karla í kvöld þegar þeir lögðu Þórsara frá Akureyri með fimm marka mun, 28:23, í sjöttu umferð deildarinnar í kvöld í Dalhúsum. Fjölnir hefur þar með sex stig að loknum fjórum leikjum og ljóst að liðið ætlar sér ekki að dragast aftur úr efstu liðunum tveimur, ÍR og Herði, sem mætast í uppgjöri um toppsæti Grill66-deildarinnar í Austurbergi klukkan 15 á morgun.
Þór er einnig með sex stig í deildinni en hefur þegar lagt að baki sex leiki og hafa þar með aðeins dregist aftur úr toppliðunum.
Fjölnir var marki undir að loknum fyrri hálfleik, 13:12. Heimamenn sneru taflinu við í síðari hálfleik með sterkum varnarleik.
Mörk Fjölnis: Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 7, Goði Ingvar Sveinsson 7, Elvar Otri Hjálmarsson 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 3, Veigur Snær Sigurðsson 2, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Brynjar Óli Kristjánsson 2, Björgvin Páll Rúnarsson 2.
Mörk Þórs: Tomislav Jagurinovski 8, Arnþór Gylfi Finnsson 5, Jóhann Einarsson 3, Viktor Jörvar Kristjánsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Halldór Yngvi Jónsson 2.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.
Eins og eftir flesta leiki Fjölnis þá er að finna glæsilega myndasyrpu á Facebook síðu handknattleikdeildar.