Ungmennalið Fram færðist skrefi ofar efstu liðum deildarinnar í með öruggum sigri á Fjölni/Fylki, 30:20, í Framhúsinu í 7. umferð Grill66-deildar kvenna. Um var að ræða einstefnu frá upphafi til enda. Forskot Fram-liðsins var fimm mörk að loknum fyrri hálfleik, 13:8.
Fram er komið upp að hlið Selfoss sem er í öðru sæti með átta stig. Selfoss leikur þessa stundina við FH og er hægt að fylgjast með útsendingu á Selfosstv. Lið Fjölnis/Fylkis hefur ekki náð sér á strik enn sem komið er og situr á botninum með tvö stig.
Sterkir leikmenn sem einnig eiga sæti í Olísdeildarliði voru í hópnum í dag og létu talsvert á sér bera. Má þar me. nefna Ernu Guðlaugu Gunnarsdóttir, Tinnu Valgerði Gísladóttur og Perlu Ruth Albertsdóttur sem er óðum að ná sér á strik eftir að hafa fætt barn í sumar.
Kolbrún Anna Garðarsdóttir var atkvæðamikil hjá Fjölni/Fylki eins og oft áður.
Mörk Fram U.: Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 8, Valgerður Arnalds 7, Perla Ruth Albertsdóttir 7, Svala Júlía Gunnarsdóttir 4, Margrét Castillo 2, Elísabet Ósk Ingvarsdottir 1, Tinna Valgerður Gísladóttir 1.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Kolbrún Arna Garðarsdóttir 8, Anna Karen Jónsdóttir 4, Azra Cosic 2, Harpa Elín Haraldsdóttir 2, Ada Kozicka 2, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 1, Telma Sól Bogadóttir 1.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er finna hér.