Áttunda umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst í kvöld með viðureign HK og Hauka í Kórnum. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Leikurinn markar einnig upphaf að öðrum þriðjungi deildarkeppninnar. Að leikjum áttundu umferðar loknum síðar í vikunni tekur við hálfs mánaðar hlé vegna æfinga og leikja þriggja kvennalandsliða á mótum utanlands.
HK og Haukar sitja í fjórða til fimmta sæti Olísdeildar kvenna með sjö stig hvort.
Einnig verður einn leikur í áttundu umferðar Olísdeildar karla í kvöld. FH-ingar sækja Stjörnumenn heim í TM-höllina í Garðabæ. Stjarnan situr í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig og er þremur stigum á eftir Haukum sem sitja á toppnum eftir mikinn baráttusigur á ÍBV í gærkvöld. FH er stigi á eftir Stjörnunni.
Loks verður einn leikur í Grill66-deild karla í Mosfellsbæ í kvöld.
Leikir kvöldsins
Olísdeild kvenna:
Kórinn: HK – Haukar, kl. 19.30 – sýndur á HKtv.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.
Olísdeild karla:
TM-höllin: Stjarnan – FH, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2Sport.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.
Grill66-deild karla:
Varmá: Afturelding U – Fjölnir, kl. 20.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.