- Auglýsing -
Handknattleiksþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson er á ferð á flugi um þessar mundir. Hann hefur síðustu daga verið í Belgrad í Serbíu þar sem U18 ára landslið kvenna tók þátt í undankeppni Evrópumótsins. Þegar íslenski hópurinn hélt heim í morgunsárið þá var Ágúst Þór ekki með í för. Hann flaug til Prag í Tékklandi til móts við A- og B-landsliðin í handknattleik kvenna en þau taka þátt í mótum í Cheb sem hófst í gær.
Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, sækir Ágúst Þór á flugvöllinni í Prag. Þaðan er um tveggja stunda akstur til Cheb. Ágúst Þór ætti að vera mátulega mættur til Cheb þegar B-landsliðið hefur leikið við landslið Sviss klukkan 15. Fjórum stundum síðar mætir A-landslið Íslands A-landsliði Sviss.
Ágúst Þór kemur heim til Íslands um helgina.
- Auglýsing -