- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spennandi verkefni bíður Hauka í Focsani

Einar Jónsson, Aron Kristjánsson og Adam Haukur Baumruk. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Karlalið Hauka í handknattleik er komið til bæjarins Focsani í Rúmeníu þar sem Haukar mæta CSM Focsani í Evrópubikarkeppninni í handknattleik á morgun kl. 16.30. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum keppninnar en síðari leikurinn verður Ásvöllum á laugardaginn eftir viku.


Þegar handbolti.is heyrði í Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka, rétt fyrir hádegið í dag var liðið komið nokkuð áleiðis til Focsani eftir að hafa gist á hóteli við flugvöllinn í Búkarest í nótt. Um 180 km eru á milli Búkarest og Focsani en nokkuð seinfarið að sögn Arons.

Ekki ósvipað Turdaliðinu

„Ég held að það sé spennandi verkefni fyrir okkur að mæta liði CSM Focsani. Hér er á ferðinni nokkuð ungt félag sem tekur í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni á þessu keppnistímabili. Um þessar mundir er Focsani í sjötta sæti rúmensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Aron sem reiknar með að liðið sér sterkt og e.t.v. ekki ósvipað að getu og Poatissa Turda sem mætti Val og síðan ÍBV í Evrópukeppni 2017 og 2018.


„Mér sýnist að leikmannahópur Focsani sé nokkuð reyndur. Til viðbótar við rúmenska leikmenn eru innan raða þess Serbar, Norður Makedóníumaður og Rússi. Þessir leikmenn eru nokkuð klókir og öflugir að sjá,“ segir Aron og bætir við að varnarleikur liðsins sé e.tv. helsti veikleiki liðsins.

Verðum að halda uppi hraða

„Focsaniliðið skiptir yfirleitt einum til tveimur leikmönnum á milli varnar og sóknar. Við verðum að nýta okkur það og halda uppi hraða. Til viðbótar verða bosnískir dómarar á leiknum og spennandi að sjá hversu mikið þeir leyfa,“ sagði Aron sem býr sig undir hörkuleik.


„Markmið okkar er að ná eins hagstæðustum úrslitum og hægt er gegn erfiðum mótherja,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.

Staðreyndir

  • Stefán Rafn Sigurmannsson fór ekki með Haukum til Rúmeníu. Hann er tognaður á nára og er einnig slæmur í öðru hnénu. Af þeim sökum var Stefán Rafn ekki með Haukum gegn KA á síðasta sunnudag. Aron sagði óvíst á þessari stundu hversu lengi Stefán Rafn verður fjarverandi vegna meiðsla.
  • Darri, sonur Arons, sem einnig var utan liðsins gegn KA verður með í leiknum á morgun.
  • Vonir standa til að streymt verði frá leiknum. Handbolti.is greinir frá því þegar það skýrist.
  • Keppnistímabilið 2020/2021 hafnaði CSM Focsani í 5. sæti rúmensku úrvalsdeildarinnar af 16 þátttökuliðum eftir 17 sigurleiki og 11 töp, ekkert jafntefli.
  • CSM Focsani lék fyrst í efstu deild rúmenska karlahandboltans árið 2015 og var hársbreidd frá falli úr deildinni vorið 2018. Íþróttahús liðsins, Sala Sporturilor Vrancea, rúmar 1.400 áhorfendur.

  • Fyrir utan 15 rúmenska leikmenn eru tveir Serbar á samningi hjá liðinu, einn Rússi og einn frá Norður Makedóníu.
  • CSM Focsani, sem tekur nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni félagsliða, komst í 32-liða úrslit eftir að hafa unnið Handball Kaerjeng frá Lúxemborg í tvígang á heimavelli, 33:26 og 35:27.
  • Focsani er helsta borg Vrancea-héraðs Rúmeníu, nærri 200 km norðaustur af höfuðborginni, Búkarest. Íbúar eru rétt innan við 100 þúsund.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -