Víkingar halda áfram á sigurbraut í Grill 66-deild karla í handknattleik undir stjórn Jóns Gunnlaugs Viggóssonar. Í dag lögðu þeir ungmennalið Hauka, 26:25, í hörkuleik í Víkinni eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik, 15:11. Þar með halda leikmenn Víkings áfram að blása á spár um slakt gengi liðsins á keppnistíðinni.
Haukar voru mest fimm mörkum yfir snemma í síðari hálfleik, 19:14, en upp úr því fór stríðsgæfan að snúast á sveif með Víkingum. „Um þetta leyti fór allt að smella saman hjá okkur og við komumst í fyrsta sinn yfir í leiknum í stöðunni 26:25,“ sagði Jón Gunnlaugur glaður í bragði í samtali við handbolta.is í dag.
Víkingar lögðu ungmennalið Vals í fyrstu umferð, 32:30, einnig eftir mikinn endasprett og ætla sér að vera í toppbaráttunni í Grill 66-deild karla á leiktíðinni.
Mörk Víkings: Hjalti Már Hjaltason 6, Ólafur Guðni Eiríksson 5, Styrmir Sigurðsson 5, Arnar Huginn Ingason 4, Jóhannes Berg Andrason 2, Logi Snædal Jónsson 2, Arnar Steinn Arnarsson 1, Arnar Gauti Grettisson 1.
Mörk Hauka U.: Guðmundur Bragi Ástþórsson 11, Sigurður Rafnsson 3, Kristófer Máni Jónasson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Ari Sverrir 2, Jóhannes Damian Patreksson 2, Jón Karl Einarsson 2, Þórarinn Þórarinsson 1.
Annar leikur fór fram í Grill 66-deild karla í dag. Selfoss U vann Fram U í Safamýri, 31:27 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik.
Mörk Fram U.: Anton Fannar Sindrason 6, Þorvaldur Tryggvason 5, Tómas Bragi Gunnarsson 4, Róbert Árni Guðmundsson 3, Arnór Róbertsson 3, Aron Örn Heimisson 3, Marteinn Sverrir Ingibjargarson 1, Halldór Sigurðsson 1, Stefán Orri Arnalds 1.
Mörk Selfoss U.: Tryggvi Þórisson 8, Guðjón Baldur Ómasson 7, Ísak Gústafsson 5, Andri Dagur Ófeigsson 4, Gunnar Flosi Grétarsson 4, Arnór Logi Hákonarson 3.
Staðan í Grill 66-deild karla.