- Auglýsing -
KA og Grótta mættust í 3. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu síðdegis í gær. Leiknum lauk með jafntefli þar sem Birgir Steinn Jónsson, Gróttumaður, jafnaði metin í lokin. KA hefur þar með fjögur stig eftir þrjá fyrstu leikina og fengið þrjú af stigunum á heimavelli. Þetta var fyrsti leikur Gróttu á útivelli í Olísdeildinni á þessu tímabil.
Einar Bjarni Friðjónsson var í KA-heimilinu og sendi handbolta.is þessar myndir og þökkum við honum kærlega fyrir.
- Auglýsing -