- Auglýsing -
Tveir leikmenn Selfoss meiddust í sigurleiknum á Íslandsmeisturum Vals í Origohöllinni, 28:26, í Olísdeild karla í gær. Óttast er að Árni Steinn Steinþórsson hafi tognaði í aftanverðu öðru læri. Guðmundur Hólmar Helgason fékk þungt högg fyrir neðan annað augað svo það sprakk fyrir.
Guðmundur Hólmar fer í frekari skoðun í dag, eftir því sem næst verður komist. Vonir standa til að hvorugur verði lengi frá keppni en á þessari stundu er engu hægt að slá föstu í þeim efnum eftir því sem handbolti.is kemst næst.
Með sigrinum á Val í gær færðist Selfossliðið upp í sjötta sæti Olísdeildar með 12 stig eftir 11 leiki.
Staðan í Olísdeild karla.
- Auglýsing -