Ungmennalið HK færðist upp í sjöunda sæti úr því níunda í Grill66-deild kvenna í handknattleik í dag með þriggja marka sigur á ungmennaliði Fram, 35:32. Leikið var í Kórnum. Viðureignin skiptist í tvö horn. Fram-liðið var öflugra í fyrri hálfleik og var tveimur mörkum yfir þegar gengið var til búningsherbergja, 20:18.
HK-ingar tóku sig saman í síðari hálfleik og bættu varnarleik sinn til muna með þeim árangri að Fram skoraði 12 mörk, samanborið við 20 í þeim fyrri.
Ungmennalið Fram er í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig eftir átta leiki. HK er með sjö stig, einnig eftir átta leiki.
Mörk HK U.: Alfra Brá Oddsdóttir 11, Leandra Náttsól Salvamoser 5, Aníta Eik Jónsdóttir 5, Margrét Guðmundsdóttir 4, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 3, Embla Steindórsdóttir 3, Telma Medos 1, Karen Hrund Logadóttir 1, Anna Valdís Garðarsdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1.
Mörk Fram U.: Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 14, Tinna Valgerður Gísladóttir 5, Svala Júlía Gunnarsdóttir 5, Valgerður Arnalds 4, Íris Anna Gísladóttir 2, Elísabet Ósk Ingvarsdóttir 1, Margrét Castillo 1.
Stöðuna og næst leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.