- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Daníel Freyr fer til Jótlands

Daníel Freyr Andrésson kveður Lemvig á Jótlandi eftir keppnistímabilið. Mynd/Lemvig-Thyborøn
- Auglýsing -

Handknattleiksmarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Lemvig-Thyborøn. Félagið greindi frá þessu í morgun.

Daníel Freyr kemur til félagsins á næsta sumri þegar hann hefur lokið tveggja ára veru hjá Guif í Eskilstuna í Svíþjóð. Daníel Freyr þekkir aðeins til í dönskum handknattleik því frá 2014 til 2016 var hann markvörður SönderjyskE. Eftir það var Daníel Freyr í þrjú ár hjá Ricoh í Svíþjóð áður en hann kom til Íslands og var markvörður Vals frá 2019/2020. Áður en Daníel Freyr fór til Danmerkur 2014 lék hann með FH.

Daníel Freyr er 32 ára gamall og er í 35 manna landsliðshópnum sem valinn var fyrir þátttöku íslenska landsliðsins á EM í Ungverjalandi í janúar. Hann var í æfingahópi landsliðsins sem æfði hér á landi í byrjun nóvember.


Lemvig situr í sjöunda sæti af 15 liðum í dönsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni í deildinni er hálfnuð með 12 stig eftir 13 leiki.


Lemvig er frá samnefndum bæ á Vestur-Jótlandi í Danmörku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -