Hið nýja lið Fjölnis-Fylkis fer vel af stað í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Í dag vann liðið sinn annan leik á keppnistímabilinu og er fyrir vikið með fullt hús stiga. Að þessu sinni vann Fjölnir-Fylkir liðsmenn ungmennaliðs HK í hörkuleik í Dalhúsum í Grafarvogi, 22:21, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 14:13.
HK U vann Selfoss í fyrstu umferð fyrir viku og þar af leiðandi með tvö stig.
Mörk Fjölnis-Fylkis: Kolbrún Arna Garðarsdóttir 7, Ada Kozicka 6, Eyrún Ósk Hjartardóttir 3, María Ósk Jónsdóttir 2, Ósk Hind Ómarsdóttir 1, Berglind Björnsdóttir 1, Katrín Erla Kjartansdóttir 1, Anna Karen Jónsdóttir 1.
Mörk HK U: Sara Kristín Gunnarsdóttir 9, Brynja Katrín Benediktsdóttir 3, Sigurrós Hávarðardóttir 2, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 1, Eva Hrund Harðardóttir 1, Karen Hrund Logadóttir 1, Heiðrun Berg Sverrisdóttir 1, Díana Lind Scheving 1.
Fram U vann stórsigur á Selfossi í sömu deild í dag í Framhúsinu, 36:24, og er með fjögur stig eins og Fjölnir-Fylkir.
Á heimsíðu Selfoss er m.a. eftirfarandi frásögn af leiknum:
„Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik þó að Framarar hafi ávallt verið skrefi á undan. Staðan í hálfleik var 15-13. Framstelpur byrjuðu seinni hálfleik betur og juku hægt og rólega forskot sitt í 10 mörk, 29-19. Selfyssingar áttu engin svör við sterku liði Fram og lokatölur voru 36-24.
Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 7, Lara Zidek 7, Ivana Raickovic 4, Elín Krista Sigurðardóttir 3, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Ragnheiður Grímsdóttir 1.
Varin skot: Henriette Östergaard 12 (34%) og Lena Ósk Jónsdóttir 2 (13%).“
Mörk Fram: Harpa María Friðgeirsdóttir 8, Lena Margrét Valdimarsdóttir 7, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 6, Margrét Björg Castillo 5, Emilía Eir Kjartansdóttir 3, Elísabet Ósk Ingvarsdóttir 2, Enda Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Sigurlaug Sigmundsdóttir 2, Valgerður Arnalds 1.