Ungmennalið Val og HK áttust við í hörkuleik í Grill66-deild kvenna í handknattleik í Origohöllinni í kvöld. Valur náði að knýja fram nauman sigur, 32:31, en vart mátti á milli liðanna sjá enda bæði skipuð fjölda efnilegra leikmanna sem hafa m.a. mikið látið að sér kveða með yngri landsliðunum.
Valur var fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13. Saman dró með liðunum í síðari hálfleik svo úr varð afar skemmtileg viðureign.
Mörk Vals U.: Hildur Sigurðardóttir 9, Ída Margrét Stefánsdóttir 9, Lilja Ágústsdóttir 8, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Vala Magnúsdóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 1, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 1.
Á Facebooksíðu Vals kemur fram að Signý Pála Pálsdóttir hafi varið 17 skot í marki Vals og Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir eitt.
Mörk HK U: Alfa Brá Oddsdóttir 7, Margrét Guðmundsdóttir 5, Kartín Hekla Magnúsdóttir 4, Jóhanna Lind Jónasdóttir 4, Amelía Laufey Miljevic 3, Karen Hrund Logadóttir 3, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 2, Anóta Eik Jónsdóttir 2, Leandra Náttsól Salvamoser 1.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.