- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Hefnt fyrir ÓL – í undanúrslit í tólfta skipti

Stine Bredal Oftedal og félagar í norska landsliðinu í undanúrslitum á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska landsliðið í handknattleik kvenna, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, er komið í undanúrslit á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik eftir sigur á landsliði Rússa, 34:28, í Palau d’Esports í Granolles í kvöld. Að einhverju leyti má segja að norska landsliðið hafi svaraði fyrir tap í leik við Rússa í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í ágúst.


Noregur mætir gestgjöfum Spánar í undanúrslitum á föstudagskvöld klukkan 19.30.


Síðar í kvöld skýrist hvort það verða Frakkar eða Svíar sem leika við Dani í hinni viðureign undanúrslita mótsins. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 og verður hægt að fylgjast með útsendingu á RÚV2.

Þetta er í 12. skipti sem norskt kvennalandslið kemst í undanúrslit á heimsmeistaramóti en mótið nú er það 25. Þar af hefur norska landsliðið unnið til verðlaun í tíu skipti, þrisvar gull, fjórum sinnum silfur og þrisvar brons.


Norska landsliðið var sterkara í leiknum í dag frá upphafi til enda. Í hálfleik var munurinn fjögur mörk, 19:15. Í hvert sinn sem rússneska liðið reyndi að bæta í þá svaraði norska liðið um hæl. Hraði þess var mikill og á tíðum lék það eins og það getur best.


Rússneska liðið var tvisvar sinnum með forystu í leiknum, 1:0 og 2:1. Minnstur varð munurinn tvö mörk í síðari hálfleik, 22:20. Skömmu síðar var forysta Norðmanna komin upp í sex mörk, 27:21.

Nora Mørk og Marit Jacobsen fagna eftir sigur á Rússum í kvöld. Mørk var valin besti leikmaður leiksins. Mynd/EPA

Mörk Noregs: Nora Mørk 9, Sanna Solberg-Isaksen 7, Kari Brattset Dale 6, Henny Reistad 4, Veronica Kristiansen 3, Stine Bredal Oftedal 3, Vilde Ingstad 1, Marit Jacobsen 1.

Mörk Rússlands: Antonina Skorobogatchenko 4, Iuliia Markova 4, Elena Mikhaylichenko 4, Ekaterina Ilina 3, Polina Gorshkova 2, Olga Fomina 2, Milana Tazhenova 2, Iuliia Managarova 2, Anastasiia Illarionova 2, Karina Sabirova 1, Veronika Nikitina 1, Yaroslava Frolova 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -