Tryggvi Garðar Jónsson skoraði 12 mörk fyrir ungmennalið Vals í gær þegar það lagði Vængi Júpíters í síðasta leik beggja liða í Grill66-deild karla á þessu ári, 39:26. Leikið var í Origohöllinni á Hlíðarenda. Valur var 10 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 21:11.
Valur situr i áttunda sæti deildarinnar með fimm stig eftir níu leiki. Vængir Júpíters eru í 10. og næst síðasta sæti með tvö stig. Aðeins Berserkir eru fyrir neðan án stiga en Berserkir mæta Kórdrengjum í dag.
Mörk Vals: Tryggvi Garðar Jónsson 12, Tómas Sigurðsson 6, Andri Finnsson 5, Erlendur Guðmundsson 4, Ísak Logi Einarsson 4, Loftur Ásmundsson 3, Róbert Nökkvi Petersen 2, Viktor Andri Jónsson 1, Þorgeir Arnarsson 1, Knútur Gauti Eymarsson Kruger 1.
Mörk Vængir Júpíters: Gísli Steinar Valmundsson 8, Brynjar Jökull Guðmundsson 5, Hlynur Már Guðmundsson 3, Viktor Orri Þorsteinsson 3, Guðmundur Rögnvaldsson 2, Einar Örn Hilmarsson 1, Gunnar Valur Arason 1, Jón Brynjar Björnsson 1, Bjarni Ólafsson 1, Sigþór Gellir Michaelsson 1.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.