- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hressileg mótspyrna nægði ekki

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Skjern. Mynd/Skjern
- Auglýsing -

Danska liðið Skjern féll í kvöld úr leik í Evrópudeildinni í handknattleik eftir fjögurra marka tap fyrir franska liðinu Montpellier í síðari viðureign liðanna í 3. umferð keppninnar, 33:29. Leikið var í Montpellier.

Heimamenn voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14, og voru skrefi á undan allan leikinn. Skjern veitti hressilega mótspyrnu en það nægði ekki gegn hinu sterka franska liði.

Skjern vann fyrri leikinn sem fram fór fyrir viku, 31:30, og féll þar með úr leik með þriggja marka mun, 63:60.

Elvar Örn Jónsson var næst markahæstur leikmanna Skjern. Hann skoraði fimm mörk. Anders Eggert og Jonas Bruus skoruðu sex mörk hvor fyrir Skjern. Skarð var fyrir skildi hjá Skjern að Jonathan Würtz fór ekki með liðinu til Frakklands. Hann varð eftir heima í Danmörku þar sem hann er í eingangrun eftir að hafa veikst af kónónuveirunni.

Hugo Descat var markahæstur hjá Montpellier með sjö mörk. Valentin Porte og Argentínumaðurinn Diego Simone skoruðu fimm mörk hvor. Simone fór á kostum með Montpellier þegar liðið vann Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum.

Úrslit leikja kvöldsins í 3. umferð Evrópudeildarinnar, fyrri úrslitin eru úr leikjum dagsins. Þar fyrir aftan eru samanlögð úrslit beggja leikja liðanna.

RK Nexe – Bidasoa Irún 29:24  – 56:54 

IFK Kristianstad –  KS Azoty-Pulawy SA, 24:22 – 49:46 

Fenix Toulouse Handball –  AHC Potaissa Turda 31:27 – 66:62 

Pfadi Winterthur – GOG 35:31 – 59:64

HC Kriens-Luzern – HC Metalurg 22:21 – 46:47

RK Trimo Trebnje – Balatonfüredi KSE 23:22 – einn leikur vegna covid19.

Rhein-Neckar Löwen – TTH Holstebro 26:27 – 54:49 

Aon Fivers – Benidorm (31:34) – Fivers fer áfram, Benidorm mætti ekki í síðari leikinn í dag vegna covid19

Montpellier HB – Skjern Handbold 33:29 – 63:60

Sporting CP – HC Dobrogea Sud Constanta 22:21 – 49:48

Füchse Berlin – HEDO-B. Braun Gyöngyös 36:24 – 61:48 

Síðasti leikurinn fer fram á morgun, HC CSKA og Bjerringbro/Silkeborg – Bjerringbro/Silkeborg vann fyrri viðureignina, 26:23.

Fyrr í kvöld var fjallað um aðra leiki sem Íslendingar tóku þátt í.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -