- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kolbrún Arna og Elvar Otri best hjá Fjölni

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Kolbrún Arna Garðarsdóttir og Elvar Otri Hjálmarsson eru handknattleiksfólk ársins hjá Fjölni í Grafarvogi. Þau hlutu viðurkenningar sínar á dögunum. Bæði eru í stórum hlutverkum hjá liðum Fjölnis í Grill66-deild kvenna og karla.


„Kolbrún Arna Garðarsdóttir er frábær leikmaður og flott fyrirmynd. Hún er uppalin hjá HK en kemur til Fjölnis haustið 2019 og er einn reynslumesti leikmaðurinn okkar. Kolbrún getur spilað flestar stöður á vellinum þar á meðal miðju og horn og er góður leikstjórnandi. Kolbrún er líka öflugur skotmaður með mikið keppnisskap og er markahæsti leikmaður liðsins. Hún hefur gert margt til þess að hjálpa félaginu og þjálfar meðal annars yngri flokka við mjög góðan orðstír,“ segir í tilkynningu sem handbolta.is barst frá Fjölni vegna kjörsins.

„Elvar Otri er lykilmaður í meistaraflokki karla og á afstöðnu tímabili var hann leikstjórnandi í liði sem hafði tekið miklum leikmannabreytingum frá tímabilinu á undan. Elvar hefur farið í gegnum alla yngri flokka félagsins og unnið allt sem hægt er að vinna þar. Hans stóra tækifæri í meistaraflokki kom í fyrra og með hverjum leiknum varð ljósara að þarna er á ferðinni framtíðarleikmaður með mikinn metnað og gæði. Elvar Otri spilaði alla leikina á tímabilinu eða 18 talsins og skoraði þar 86 mörk og var markahæsti leikmaður liðsins,“ segir ennfremur í tilkynningu frá Fjölni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -