Stjarnan á fjóra af sjö leikmönnum í liði desembermánaðar í Olísdeild kvenna samkvæmt samantekt tölfræðiveitunnar HBStatz á frammistöðu leikmanna. Stjarnan vann báðar viðureignir sína í desember nokkuð örugglega, þar á meðal gegn Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs á heimavelli.
Leikmenn Stjörnunnar sem um er að ræða eru Elena Elísabet Birgisdóttir, Helena Rut Örvarsdóttir, Lena Margrét Valdimarsdóttir og Tinna Húnbjörg Einarsdóttir, markvörður.
Tveir leikmenn Fram eru í úrvalsliðinu auk þess sem annar varamaður liðsins er einnig úr Safamýrarliðinu sem er í efsta sæti Olísdeildar um þessar mundir.
Vonir standa til að hægt verður að flauta til leiks í Olísdeild kvenna á laugardaginn með þremur leikjum.
KA/Þór – Fram, kl. 16.
Afturelding – Haukar, kl. 16.
Valur – Stjarnan, kl. 18.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.
Karen Knútsdóttir, Fram, var besti leikmaður Olísdeildar kvenna í desember.