- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dortmund færðist skrefi nær – metsigur hjá Vipers

Frá leik Vipers og Györ í Meistaradeildinni í haust. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna í handknattleik hélt áfram í dag með þremur leikjum. Podravka og Dortmund áttust við í A-riðli þar sem að þýska liðið hafði betur, 32-24. Sigurinn var dýrmætur fyrir þýska liðið í baráttunni um sæti í útsláttarkeppninni. Dortmund hafði aðeins unnið einn leik af síðustu fimm leikjum liðsins.


Einnig voru tveir leikir í B-riðli í dag. Dönsku meistararnir Odense Håndbold tóku á móti CSKA þar sem var boðið uppá háspennuleik sem að lauk með jafntefli, 27-27. Polina Gorshkova átti möguleika á að tryggja CSKA bæði stigin á lokasekúndunum en Althea Reinhartd markvörður Odense og danska landsliðsins kom í veg fyrir það. Í hinum leik B-riðilsins var boðið uppá Norðurlandaslag á milli Sävehof og Vipers. Leikurinn var fremur ójafn og unnu norsku Evrópumeistararnir með 19 marka mun, 42-23.

Úrslit dagsins

A-riðill:

Podravka 24-32 Dortmund (10-17)

  • Þetta var fjórði sigur Dortmund í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Sigurinn færir liðið nær því að tryggja sæti sitt í útsláttarkeppninni.
  • Mesti munurinn á liðunum var markvarslan. Yara ten Holte markvörður Dortmund varði níu skot í fyrri hálfleik.
  • Dortmund skoraði 17 mörk í fyrri hálfleik sem er aðeins einu marki frá markameti liðsins í fyrri hálfleik í leik í Meistaradeildinni. Dortmund skoraði 18 mörk gegn Buducnost í september 2021.
  • Hollenski dúettinn hjá Dortmund, Merel Freriks og Laura van der Heijden, voru í aðalhlutverkum hjá þýska liðinu í þessum leik. Samtals skoruðu þær 11 mörk.
  • Þýska liðið bætti sigurhlutfall sitt í Meistaradeildinni. Liðið hefur unnið átta leiki af þeim 25 sem það hefur leikið í Meistaradeildinni og það gerir 32% sigurhlutfall.
  • Podravka hefur nú tapað átta leikjum í röð en síðasti sigurleikur í Meistaradeildinni var á móti Buducnost í 1.umferð.
  • Dortmund er nú með sjö stiga forskot á Buducnost og Podravka. Verður að teljast líklegt að þýska liðinu takist að ná síðasta sætinu í útsláttarkeppninni.

B-riðill:

Odense 27-27 CSKA (12-12)

  • Eftir að Odense náði snemma forystu, 2-0, varð munurinn á liðunum aldrei meiri en eitt mark það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.
  • Maren Aardahl fór fyrir liði Odense í byrjun seinni hálfleiks og átti stóran þátt í því að liðið náði um skeið þriggja marka forskoti, 20:17.
  • CSKA náði að snúa við blaðinu þegar að nokkrar mínútur voru eftir af leiknum og komast tveimur mörkum yfir, 27:25.
  • Aardahl var markahæst í liði Odense með sex mörk en hjá CSKA var það Ana Gros sem fyrr sem varð markahæst. Hún skoraði einnig sex mörk.
  • CSKA er nú í fjórða sæti riðilsins með tíu stig en Odense er í því fimmta með níu stig.

Sävehof 23-42 Vipers (15-21)

  • Jana Knedlikova og Ragnhild Dahl fóru mikinn fyrir Vipers á fyrstu 13 mínútum leiksins og skoruðu samanlagt níu mörk. Þannig lögðu þær grunninn að tíu marka forystu, 13-3.
  • Sävehof náði að svara með 6-1 áhlaupi sem varð til þess að aðeins munaði sex mörkum á liðunum að loknum fyrri hálfleik.
  • Ríkjandi Evrópumeistarar sýndu mátt sinn og megin í seinni hálfleik. Þeir rufu 40 marka múrinn í fyrsta sinn í leik í Meistaradeild Evrópu.
  • Þetta er stærsti sigur Vipers í sögu félagsins í Meistaradeildinni. Fyrra met var 14 marka sigur, 39-25, gegn Kastamounu fyrr á þessari leiktíð.
  • Vipers hefur nú unnið fjóra leiki í röð og eru liðið jafnt Metz í öðru til þriðja sæti riðilsins með 12 stig.
  • Þetta var hins vegar fjórði tapleikur Sävehof í röð sem er í sjöunda sæti riðilsins með fjögur stig.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -