Grótta hafði betur gegn Aftureldingu, 35:30, í viðureign liðanna í UMSK-mótinu í handknattleik karla sem hófst í kvöld í Hertzhöllinni. Mótið kemur í stað þess sem frestað var fyrir keppnistímabilið síðsumars.
Gróttumenn voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:15.
Mörk Gróttu: Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 7, Akimasa Abe 6, Ólafur Brim Stefánsson 6, Ágúst Emil Grétarsson 5, Igor Mrsulja 4, Ívar Logi Styrmisson 2, Andri Þór Helgason 2, Gunnar Dan Hlynsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 1.
Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 5, Sveinn Andri Sveinsson 4, Birkir Benediktsson 4, Blær Hinriksson 4, Bergvin Þór Gíslason 3, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 3, Kristófer Karl Karlsson 3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 3, Agnar Ingi Rúnarsson 1.
Næsti leikur UMSK-mótsins verður á miðvikudaginn þegar HK fær Gróttumenn í heimsókn í Kórinn kl. 18.30.