- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram vann botnslaginn

Andri Már Rúnarsson lék afar vel í sigurleik Fram í kvöld. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Fram vann ÍR í botnslag Olísdeildar karla í handknattleik í Framhúsinu í kvöld í lokaleik 4. umferðar, 27:24. Þetta var fyrsti sigur Fram í deildinni á leiktíðinni og er liðið nú komið með þrjú stig eins og Stjarnan í áttunda til níunda sæti. ÍR er ennþá stigalaust á botninum eitt liða.


Jafnt var í hálfleik, 15:15.


Engin aðstaða var fyrir handbolta.is til þess að fylgjast með leiknum innan þess sóttvarnarsvæðis sem fulltrúa miðilsins var gert að vera innan. Þess vegna er ekkert meira um hann að segja en hverjir skoruðu flest mörk. Þær upplýsingar ásamt úrslit leiksins og stöðunni að loknum fyrri hálfleik eru fengnar frá HBstatz.


Andri Már Rúnarsson skoraði 10 mörk fyrir Fram og var markahæstur. Þorgrímur Smári Ólafsson var næstur með fjögur. Eggert Sveinn Jóhannsson skoraði 6 mörk fyrir ÍR og Björgvin Páll Rúnarsson skoraði fimm sinnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -