Upphitunarpartý HSÍ og Sérsveitarinnar, stuðningssveitar fyrir íslensku handboltalandsliðin, fer fram á Champs sportbar í Búdapest í dag og hefst klukkan 15.
Staðsetning barsins er að finna ef smellt er á hlekkinn:
https://goo.gl/maps/1yMYVceaZLtneA8v5
Barinn verður með góð tilboð í mat og drykk fyrir stuðningsmenn frá 15 til 18.
Treyjusalan auðvitað á staðnum með brakandi nýjar treyjur!
Í gærkvöld sendi Sérsveitin frá sér mikilvægar upplýsingar til allra þeirra sem ætla sér á leikinn í MVM Dome í kvöld.
„ALLIR sem eru á leiðinni á Ísland – Portúgal þurfa að vita nokkur atriði.
Við í Sérsveitinni fórum á opnunarleikinn í kvöld og lentum í basli með að fá armbönd út af því að það voru rosalega margir að sækja armbönd 2 tímum fyrir leik.
Það var stappað af fólki – við kusum að hörfa frá og sækja þau klukkutíma seinna. Líklegast verður þetta ekki jafn erfitt á morgun þar sem heimamenn eru ekki að spila en það má búast við örtröð engu að síður.
Það sem þú þarft að gera til þess að fá armbandið:
Við sóttum armbandið hjá fótboltavellinum sem er við hliðina á handboltahöllinni, það er líka hægt á fleiri stöðum sem má sjá hér:
Það sem þú þarft að hafa með þér til þess að fá armbandið er bólusetningarvottorð og vegabréf og útprentaður miði á völlinn.
ATHUGIÐ! Þetta armband virðist vera fyrir staðfestingu á bólusetningu, því að þið verðið að sýna miðann og armbandið til þess að komast inn á svæðið ALLTAF ALLSTAÐAR!! EKKI HENDA MIÐANUM ÞEGAR ÞÚ ERT BÚINN AÐ FÁ ARMBANDIÐ!!!!!!
FANZONE: Fanzone-ið er fyrir utan leikvanginn, í stóru tjaldi þar sem stendur augljóslega FANZONE, þar er hægt að fá mat,spila allskonar leiki, setjast niður og þetta týbíska sem hægt er að gera á FANZONE-i.
ATHUGIÐ! Þetta svæði er með sér öryggishlið þar sem þarf að sýna miða og armband, sem þarf svo að endurtaka þegar þú ferð yfir á leikvanginn(ÖRYGGISHLIÐ – MIÐI – ARMBAND).
Að öllum líkindum verðum við í Sérsveitinni ekki á FANZONE þar sem við þurfum að fara inn með trommurnar og koma okkur fyrir þar tímanlega.
Við mælum samt með að allir kíki á Fanzone allavega einu sinni í ferðinni því þetta er mjög flott hjá þeim.
Upphitunarpartý – Transport – Leikvangur
Við munum hita upp með vonandi sem flestum á Champs sjá staðsetningu hér:
https://maps.app.goo.gl/gSbgJxkV7kPWjakb9
Við mælum með að nota google maps frá Champs og upp á Budapest Arena þá fáið þið uppfærðar upplýsingar. Það tekur sirka 20 mínútur að koma sér þessa leið frá Champs og upp í Budapest Arena.
Eins er nokkuð auðvelt að nota BOLT appið og taka bíl uppeftir.
Hlökkum til að sjá ykkur
Áfram Ísland.“