Nokkuð hundruð Íslendingar eru í Búdapest þess dagana í þeim tilgangi að styðja við bakið á íslenska karlalandsliðinu í handknattleik sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu. Íslensku áhorfendurnir settu stórkostlegan svip á sigurleikinn á Portúgölum í gærkvöld, 28:24, í MVM Dome íþróttahöllinni glæsilegu.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari myndar fyrir handbolta.is á EM í Ungverjalandi. Milli þess sem hann beindi myndavélum sínum að leiknum í gærkvöld þá hafði Hafliði augu á íslenskum stuðningsmönnum sem lögðu sitt lóð á vogarskálarnar í sigrinum góða.
Hér fyrir neðan getur að líta nokkrar þeirra áhorfendamynda sem Hafliði greip á leiknum.
Auðvelt er að fletta í gegnum syrpuna hér fyrir neðan. Best er smella á efstu myndina og fletta áfram með örvum sem sem vísa til hægri eða vinstri allt eftir hvað við á.
Nokkrar myndasyrpur Hafliða frá mótinu hafa birst á handbolta.is og má nálgast þá á hlekkjunum hér fyrir neðan.
Ferðasagan, æfing í keppnishöllinni, upphitun stuðningsmanna, Ísland – Portúgal 28:24.