- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kapphlaup Guðmundar og Kristjáns

Mynd/Fjölnir - Þorgils G.
- Auglýsing -

Guðmundur Bragi Ásþórsson hefur skorað 13 mörk að meðaltali í leik með ungmennaliði Hauka það sem af er keppnistímbilinu í Grill 66-deild karla. Honum hafa hreinlega ekki haldið nein bönd.

Sömu sögu má segja um Kristján Orra Jóhannsson, leikmann Kríu. Hann er með að meðaltali rúm 11 mörk í leik með samherjum sínum. Kristján lék á síðasta ári með ÍR en hefur einnig leikið með Akureyri handboltafélagi og Gróttu.

Guðmundur Bragi er ungur og efnilegur leikmaður úr herbúðum Hauka sem hefur fengið nokkur tækifæri með Haukaliðinu í Olísdeildinni það sem af er leiktíðar.

Áhugavert er að sjá á neðngreindum lista yfir 20 markahæstu leikmenn Grill 66-deildarinnar þá er enginn samherja þeirra Guðmundur Braga og Kristjáns Orra.

Í þriðja og fjórða sæti eru Valsarinn Einar Þorsteinn Ólafsson og Fjölnismaðurinn Brynjar Óli Kristjánsson. Sá síðarnefndi fór hamförum í Hleðsluhöllinnni á Selfossi á sunnudagskvöld og skoraði 15 mörk en svo mörg mörk hefur engum öðrum leikmanni deildarinnar tekist að skora í einum leik það sem af er deildarkeppninni.

20 markahæstu leikmenn Grill 66-deildar karla eftir þrjár umferðir:

Guðmundur Bragi Ásþórsson, Haukum u, 39.
Kristján Orri Jóhannsson, Kríu, 34.
Einar Þorsteinn Ólafsson, Val u, 25.
Brynjar Óli Kristjánsson, Fjölni, 24.
Jóhann Birgir Ingvarsson, HK, 20.
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val u, 16.
Guðjón Baldur Ómarsson, Selfossi u, 16.
Raivis Gorbunovs, Herði, 16.
Elvar Otri Hjálmarsson, Fjölni, 15.
Guntis Pilpuks, Herði, 15.
Hjalti Már Hjaltason, Víkingi, 15.
Jón Ómar Gíslason, Herði, 14.
Róbert Árni Guðmundsson, Fram u, 14.
Aron Fannar Sindrason, Fram u, 13.
Viktor Berg Grétarsson, Fjölni, 13.
Þorvaldur Tryggvason, Fram u, 13.
Hjörtur Ingi Halldórsson, HK, 12.
Ísak Gústafsson, Selfossi u, 12.
Kristján Pétur Barðason, HK, 12.
Ólafur Guðni Eiríksson, Víkingi, 12.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -