- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert virðist geta stöðvað ungversku hraðlestina

Leikmenn Györ eru óstöðvandi á handboltavellinum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þrír leikir voru á dagskrá Meistaradeildar kvenna í handknattleik í gær þegar 10. umferð hófst. Í A-riðli áttust við Buducnost og CSM þar sem Cristina Neagu sló upp sýningu og skoraði sjö mörk fyrir rúmenska liðið í sigri þess á Buducnost, 28-20. Rostov átti ekki í teljandi erfiðleikum gegn Dortmund á heimavelli þýska liðsins, 31-25.


Í Györ í Ungverjalandi tók Györ-liðið á móti Metz í B-riðli þar sem að engin bönd héldu heimakonum. Þær sýndu mátt sinn og megin frá fyrstu mínútu, jafnt í vörn sem sókn. Györ vann með níu marka mun, 39:30, og á sigurinn í riðlinum vísan. Spurningin er fremur hvaða liði tekst að stöðva ungversku hraðlestina á keppnistímabilinu.

A-riðill:

Buducnost 20-28 CSM (9-15)

  • Cristina Neagu skoraði sjö mörk fyrir CSM gegn sínum fyrrverandi liðsfélögum. Þetta var í fyrsta sinn sem Neagu mætir Buducnost-liðinu síðan hún kvaddi það fyrir fjórum árum.
  • Sóknarleikur Buducnost varð liðinu að falli. Það var aðeins með 33% sóknarnýtingu í fyrri hálfleik auk þess að brenna af fimm vítaköst.
  • Svartfellska liðið náði að minnka muninn í tvö mörk, 18-16, þegar 41 mínúta var liðin af leiknum. CSM sneri taflinu við með sex mörkum í röð.
  • Þetta var fjórði sigur CSM í röð á móti Buducnost.
  • Þetta var níundi tap Buducnost í tíu leikjum í keppninni á leiktíðinni. Möguleikar liðsins á að komast í útsláttarkeppnina fara nú mjög þverrandi.

Dortmund 25-31 Rostov-Don (12-17)

  • Fjögur mörk frá Grace Zaadi hjálpuðu Rostov að komast í sex marka forystu, 10-4, undir miðjan fyrri hálfleik.
  • Dortmund náði góðum kafla og skoraði fjögur mörk og minnkaði muninn niður í 15-12. Tvö mörk frá Zaadi undir lok hálfleiksins urðu til þess að rússneska liðið leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 17-12.
  • Viktoriia Kalinina átti góðan leik í marki rússneska liðsins. Hún var með 36% markvörslu þegar upp var staðið.
  • Grace Zaadi og Iuliia Managarova voru markahæstar í liði Rostov með átta mörk hvor. Hjá Dortmund var það Fatos Kucukyilidiz sem skoraði flest mörk, sjö.
    Rostov er komið í annað sætið í riðlinum með fjórtán stig en Dortmund er með níu stig í fimmta sæti.

B-riðill:

Györ 39-30 Metz (20-13)

  • Györ byrjaði leikinn af miklum krafti. Eftir aðeins átta mínútur var liðið komið með fjögurra marka forskot, 6-2, og áttamarka forystu, 11:3, um miðjan hálfleikinn.
  • Mörk úr vítaköstum frá Tamöru Horacek hjálpuðu Metz til að minnka muninn niður í 15-10. Leikmenn Györ bættu þá aftur í forystuna og voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 20:13.
  • Það var aðeins meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik þar sem að Györ náði að rjúfa 30 marka múrinn á 49. mínútu.
  • Veronica Kristiansen var markahæst hjá Györ með 10 mörk úr 11 skotum en hjá Metz var Tamara Horacek markahæst með átta mörk.
  • Þetta var fyrsti tapleikur Metz á útivelli.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -