Á föstudaginn bættust þrír leikmenn í hóp þeirra sem hafa tekið þátt í leikjum íslenska landsliðsins í lokakeppni EM frá því að Ísland var fyrst með árið 2000. Þetta eru Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og Orri Freyr Þorkelson. Sá síðarnefndi var í fyrst á skýrslu á stórmóti en Gísli Þorgeir og Donni hafa tekið þátt í heimsmeistaramóti, þar Gísli Þorgeir i tvígang.
Þar með hafa 73 leikið fyrir Íslands hönd í 64 EM-leikjum til þessa. Þrír geta bæst við áður en mótið verður á enda því Daníel Þór Ingason, Elvar Ásgeirsson og Teitur Örn Einarsson hafa aldrei tekið þátt í stórmóti. Allir voru utan liðsins á föstudaginn gegn Portúgal ásamt Ágúst Elí Björgvinssyni sem var með á EM 2018.
Til viðbótar hafa þá bættist Gísli Þorgeir á lista yfir markaskorara Íslands í lokakeppni EM með mörkunum sínum fjórum gegn Portúgal. Þar með hafa 57 leikmenn skorað mörkin sem orðin eru 1.805.
Björgvin Páll Gústavsson á flesta EM-leiki af þeim sem eru í hópnum á EM 2022. Alls hefur hann tekið þátt í 35 leikjum á sjö mótum. Aron Pálmarsson, fyrirliði, er næstur á eftir Björgvin Páli með einum leik færra.
Hér eru þeir tíu leikjahæstu á EM og fjöldi móta:
Guðjón Valur Sigurðsson 61 -11.
Ásgeir Örn Hallgrímsson 39 – 8.
Róbert Gunnarsson 37 – 7.
Vignir Svavarsson 36 – 6.
Alexander Petersson 34 – 6.
Björgvin Páll Gústavsson 35 – 7.
Aron Pálmarsson 34 – 7.
Ólafur Stefánsson 33 – 6.
Snorri Steinn Guðjónsson 33 – 6.
Ólafur Andrés Guðmundsson 31 – 7.
Leikja- og mótafjöldi hjá öðrum í núverandi EM-hóp:
Bjarki Már Elísson 11 – 3.
Janus Daði Smárason 11 – 3.
Ýmir Örn Gíslason 11 – 3.
Arnar Freyr Arnarsson 9 – 3.
Viktor Gísli Hallgrímsson 8 – 2.
Sigvaldi Björn Guðjónsson 8 – 2.
Elvar Örn Jónsson 8 – 2.
Viggó Kristjánsson 8 – 1.
Ágúst Elí Björgvinsson 3 – 1.
Ómar Ingi Magnússon 4 – 2.
Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 – 1.
Kristján Örn Kristjánsson 1 – 1.
Orri Freyr Þorkelsson 1 – 1.