Meistaradeild kvenna í handknattleik fer aftur af stað á morgun eftir tveggja vikna landsliðshlé. Stórleikur helgarinnar er án efa leikur Vipers og CSM Bucaresti en bæði lið eru með fullt hús stiga í A-riðli. Það er þó ekki síður athyglisverður leikur í B-riðli þegar að ríkjandi meistarar í Györ taka á móti spútnik liði Odense á heimavelli. Einum leik hefur verið frestað en það er viðureign Valcea og Podravka sem átti að fara fram á sunnudaginn.
Leikir helgarinnar í Meistaradeild kvenna
A-riðill:
Metz – Krim | Laugardagur kl. 14.00
- Metz freistar þess að ná öðrum heimasigrinum eftir að hafa unnið þýska liðið Bietigheim 36:27 í síðustu umferð.
- Krim hefur átt góða leiki á útivelli til þessa en það náði góðu stigi á móti Rostov-Don og tapaði aðeins með einu marki á móti Vipers.
- Á þeim 24 tímabilum sem Krim hefur spilað í Meistaradeild kvenna hefur liðið aldrei tapað fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu.
- Þessi lið hafa mæst tólf sinnum þar sem Krim hefur níu sinnum farið með sigur af hólmi.
Vipers – CSM Bucaresti| Laugardagur kl. 16.00
- Þessi lið hafa bæði sigrað sína leiki til þessa í riðlinum og eru því með fullt hús stiga.
- CSM Bucaresti hefur ekki spilað opinberan leik síðan 30.september en þá sigruðu þær Esbjerg 30:29.
- Stórskyttan Cristina Neagu mun ekki ferðast með CSM til Noregs þar sem hún var greind með Covid-19 þann 1. október.
- Hin norska Nora Mörk mun mæta sínum gömlu samherjum en hún yfirgaf CSM í sumar.
- Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður þar sem rúmenska liðið hefur unnið þrjá af þeim.
Bietigheim – Rostov-Don | Sunnudagur kl. 12.00
- Bietigheim hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni til þessa.
- Hinn sænski Per Johannsson stýrir Rostov í fyrsta sinn af bekknum í þessari umferð en það hefur tekið töluverðan tíma ganga frá öllum leyfum fyrir hann til að starfa í Rússlandi.
- Þýska liðið hefur slökustu vörnina í Meistaradeildinni en það hefur fengið á sig 102 mörk í þessum þremur leikjum til þessa en það gerir að meðaltali 34 mörk í leik.
- Aðeins Valcea (21 mark) og Buducnost (23 mark) hafa skorað minna en Rostov-Don á þessari leiktíð en rússneska liðið hefur skorað að meðaltali 24,5 mörk í leik.
- Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður og Rostov-Don hefur farið með sigur af hólmi í þeim öllum.
- Esbjerg – FTC | Sunnudagur kl.14.00
- Síðustu tveimur leikjum FTC hefur verið frestað vegna þess að nokkrir af leikmönnum liðsins greindist með Covid19. Þess vegna er liðið bara búið að spila einn leik í riðlinum.
- Esbjerg tapaði síðasta leik sínum í Meistaradeildinni gegn CSM Búkaresti, 30:29, þar sem rúmenska liðið skoraði sigurmarkið þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum.
- FTC spilaði síðast 16. september þegar liðið spilaði gegn Bekescsaba í ungversku deildinni.
- Liðin mættust tvisvar á síðustu leiktíð þar sem liðin unnu hvort sinn leikinn.
B-riðill:
Györi ETO – Odense | Laugardagur kl. 16.00
- Odense er eina liðið í B-riðli sem er taplaust til þessa.
- Gyor hefur ekki tapað í 40 leikjum í röð í Meistaradeildinni en þó hefur hurð skollið nærri hælum í tveimur leikjum á þessari leiktíð þegar að liðið náði að knýja fram jafntefli á síðustu sekúndu gegn CSKA og Brest.
- Bæði lið hafa skorað mikið í leikjunum á þessari leiktíð. Ungverska liðið hefur skorað mest allra eða 95 mörk í þremur leikjum. Danska liðið er ekki langt á eftir 92 mörk í þremur leikjum.
- Liðin hafa bara mæst tvisvar sinnum áður. Györ vann í bæði skiptin.
- Drottningin Anita Görbicz vantar aðeins 6 mörk til þessa rjúfa 1000 marka múrinn í Meistaradeild kvenna.
Buducnost – Brest | Laugardagur kl. 16.00
- Buducnost hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í riðlinum til þessa og er því enn án stiga.
- Brest hefur hins vegar farið mun betur af stað og unnið 2 leiki og gert 1 jafntefli.
- Ana Gros hefur farið mikið í sóknarleik Brest. Hún er markahæst í Meistaradeildinni til þessa með 24 mörk.
- Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður þar sem Brest hefur unnið 2 leiki, Buducnost unnið 1 leik, einum lauk með jafntefli.
B.Dortmund – CSKA | Sunnudagur kl. 14.00
- Bæði lið eru að spila sitt fyrsta tímabil í Meistaradeild kvenna og í raun eru CSKA að spila í fyrsta skipti í Evrópukeppni.
- Rússneska liðinu hefur hins vegar gengið ótrúlega vel en það er með fimm stig eftir þrjá leiki.
- Þýska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum í haust en unnu góðan sigur gegn Podravka í síðustu umferð.
- Dortmund hefur átt í erfiðleikum með varnarleikinn sinn og fengið næst flest mörk á sig í riðlakeppninni, 98.