- Auglýsing -
Enn þyngist róðurinn hjá Alfreð Gíslasyni og liðsmönnum hans í þýska landsliðinu í handknatteik. Fyrir stundu var tilkynnt að tveir leikmenn til viðbótar hafi greinst með kórónuveiruna, Sebastian Firnhaber and Christoph Steinert.
Nýjustu smitin eru mjög mikið áfall fyrir þýska landsliðið. Vonir stóðu til að tekist hefði að ná utan um ástandið með fáeina smitlausa daga.
Þar með hafa 14 leikmenn þýska landsliðsins smitast á undanförnum vikum. Af 29 leikmönnum sem kallaðir hafa verið til liðs við þýska liðið á undanförnum vikur er 14 eftir. Einn af 29 lék ekki einn einasta leik því hann mældist smitaður við landamæraskimun.
Þýska landsliðið tapaði fyrir Noregi, 28:23, í annarri umferð milliriðlakeppninnar sem fram fer í Bratislava.
- Auglýsing -