Spænska meistaraliðið Barcelona skoraði 50 mörk í dag þegar liðið kjöldró Valldolid á heimvelli, 50:24, í spænsku 1. deildinni í handknattleik. Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk en annars dreifðist markaskorun mjög á milli leikmanna liðsins. Að vanda var álaginu dreift á milli leikmanna.
Rúm tvö ár eru liðin síðan Barcelona skoraði síðast 50 mörk í leik í spænsku deildinni en í september 2018 vann Barcelona lið Alcobendas með sömu markatölur og Valldolid að þessu sinni.
Gonzalo Perez de Vargas, markvörður Barcelona, varði 17 skot sem er 42,5% hlutfallsmarkvarsla
Barcelona var 12 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 24:12.
Slóvenarnir Blaz Janc og Luka Cindric skoruðu sjö mörk hvor og voru markahæstir hjá Barcelona. Dika Mem skoraði sex mörk. Ander Ugarte Cortes skoraði sex mörk fyrir Valladolid og var markahæstur.
Barcelona er efst og ósgrað í spænsku 1. deildinni með 14 stig eftir sjö leiki. Incarlopsa Cuenca er í öðru sæti með níu stig. Valldolid er eitt fjögurra liða með átta stig í þriðja til sjötta sæti.