- Auglýsing -
- Auglýsing -

Oddur skrifar undir nýjan samning

Oddur Gretarsson leikmaður Balingen. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

Oddur Gretarsson hefur framlengt samning sinn við þýska 1. deildarliðið Balingen-Weilstetten til eins árs, til loka keppnistímabilsins 2023. Félagið greindi frá þessu seint í gærkvöld.


Oddur, sem var í íslenska landsliðinu fyrir ári ár HM í Egyptalandi, hefur verið frá keppni allt þetta keppnistímabil í framhaldi af aðgerð sem hann gekkst undir á hné í sumar sem leið. Á heimsíðu Balingen segir að vonir standi til að Akureyringurinn mæti út á leikvöllinn á nýjan leik síðla í febrúar, í allra síðasta lagi í byrjun mars.


Wolfgang Strobel, framkvæmdastjóri Balingen, segir í tilkynningur á heimasíðu félagsins að Oddur sé atvinnumaður fram í fingurgóma. Hann leggi hart að sér við endurhæfingu svo hann geti mætt sem fyrst út á völlinn á nýja leik.


Oddur gekk til liðs við Balingen sumarið 2017 og hefur síðan leikið með liðinu við afar góðan orðstír. Áður hafði hann leikið með Emsdetten í þrjú ár.


Oddur er 31 árs gamall og á að baki 36 A-landsleiki.


Um þessar mundir er Balingen í 17. og næst neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar og þurfa leikmenn að bíta í skjaldarrendur þegar keppni hefst á nýjan leik í byrjun febrúar ef komast á hjá falli úr deildinni í vor.


Daníel Þór Ingason, landsliðsmaður í handknattleik, varð samherji Odds í upphafi yfirstandandi leiktíðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -