- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Györi stöðvaði Danina

Estelle Nze Minko , grænklædd, sækir á milli Kamilla Birkedal Larsen og Helena Elver Hageso leikmanna Odense í viðureign liðanna í Meistaradeildinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjórða umferðin í Meistaradeild kvenna fór fram um helgina en kórónuveiran hélt þó áfram að setja strik í reikninginn þar sem einum leik var frestað og einhver lið voru án leikmanna.

Danska liðið Odense hefur hlotið verðskuldaða athygli á þessari leiktíð enda farið vel af stað. Þriggja leikja sigurhrina þeirra var þó stöðvuð af Györ um í gær. Þær ungversku voru betri allan leikinn og unnu öruggan 32:25 sigur.

Rauf 1.000 marka múrinn

Þær ungversku halda áfram að bæta met með hverjum leiknum sem þær tapa ekki en nú eru þær taplausar í 41 leik. Það var ekki eina metið sem sett var í þessum leik því hin magnaða Anita Görbicz gerði sér lítið fyrir og rauf 1.000 marka múrinn í Meistaradeild kvenna sem er hreint magnaður árangur hjá þessari frábæru handknattleikskonu.

„Ég er mjög glöð og stolt af sjálfri mér en ég gæti ekki hafa náð þessum áfanga án liðsfélaga minna og félagsins. Þetta er auðvitað mikilvægt en þetta verður líklega mun merkilegra fyrir mig þegar ég hef lokið ferli mínum. Í dag er ég ánægðust með sigur liðsins,“ sagði Anita Görbicz í viðtali eftir leikinn í gær.

Þriðja tap Krim

Slóvenska liðið Krim fór í heimsókn til Metz en þær slóvensku sáu aldrei til sólar í þessum leik. Leikmenn Metz léku á als oddi og unnu 6 marka sigur 33-27. Þetta var 24. sigurleikur Metz á heimavelli en síðasta tap þeirra á heimavelli var gegn FTC tímabilið 2016/2017. Þetta voru líka tímamót fyrir Krim þar sem ósigurinn gerði að verkum að þetta er í fyrsta skipti á 24. tímabili Meistaradeildar kvenna sem liðið nær ekki að vinna neinn af fyrstu þremur leikjum sínum.

Tjasa Stanko reyndist fyrrverandi liðsfélögum sínum erfið. Hún átti stórleik fyrir franska liðið og skoraði átta mörk úr átta skottilraunum.

Vipers vann vængbrotið lið CSM

Í Noregi áttust við Vipers og CSM Bucaresti en gestirnir komu vængbrotnir til leiks þar sem Cristina Neagu gat ekki komið með vegna þess að hún greindist með kórónuveiruna á dögunum. Það var greinilegt í þessum leik að þær rúmensku áttu mjög erfitt með að fylla skarð Neagu en Gabriela Oerianu, Elisabeth Omoregie og Bianca Bazaliu náðu aðeins að skora 3 mörk samanlagt í þessum leik en það er 7 mörkum minna en það sem Neagu hefur skilað til liðsins í síðustu tveimur leikjum.

Heimastúlkur tóku snemma forystu í leiknum og létu hana aldrei af hendi og unnu að lokum öruggan fimm marka sigur 35:30. Vipers hefur nú unnið þrjá leiki í röð í Meistaradeildinni. Er það besti árangur liðsins til þessa.

Háspenna í Podgorica

Það var boðið uppá háspennu leik í Podgorica í Svartfjallalandi þegar að heimastúlkur í Buducnost tóku á móti Brest. Aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum í fyrri hálfleik en í þeim seinni náðu heimastúlkur fjögurra marka forystu 17:13 en þær frönsku náðu góðum kafla og jöfnuðu metin, 17:17, og eftir það var jafnt á öllum tölum allt til loka, 22:22. Þetta voru fyrstu stig Buducnost í Meistaradeildinni í vetur en hins vegar er þetta annað jafnteflið sem Brest gerir. Markaskor franska liðsins dreifðist vel á leikmenn liðsins en það voru 11 leikmenn sem skoruðu þessi 22 mörk sem liðið gerði í þessum leik.

Sneru við taflinu á síðustu stundu

Þýska liðið Bietigheim beit heldur betur frá sér á heimavelli á móti Rostov-Don og var lengi vel útlit fyrir að heimastúlkur væru á leið að næla sér í sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni þegar þær voru fjórum mörkum yfir 22:18. Þá hafði hinn sænski Per Johansson, þjálfari Rostov, séð nóg og tók leikhlé þar sem honum tókst að hvetja liðið til dáða. Það hreif sem og náðu þær rússnesku að landa eins marks sigri, 32:31. Þetta var fjórði tapleikur Bietigheim á þessari leiktíð og það er versta byrjun liðsins í Meistaradeildinni.

Zita Szucsanszki leikmaður ungverska liðsins FTC, sækir að marki Esberjg en Marit Frafjord og Vilde Mortensen Ingstad freist þess að verja Szucsanszki leiðina. Mynd/EPA

Hálfleiksræðan hreif

Ungverska liðð FTC ferðaðist heldur laskað til Danmerkur til að spila við Esbjerg en í liðið hjá þeim vantaði leikmenn á borð við Emily Bölk, Katrin Klujber og Noemi Hafra og í ofan á lag hafði liðið ekki spilað leik í 21 dag fram til þessa. Því var ekki búist við miklu af þeim í þessum leik og fyrri hálfleikurinn endurspeglaði það algjörlega. Eitthvað náði Gabor Elek, þjálfari FTC, að blása trú í brjóst leikmanna sinn með hálfleiksræðunni. Það var allt annað lið sem kom til leiks í seinni hálfleik þar sem þær ungversku unnu þann hálfleik, 15:8, og tryggðu þar með góðan útisigur 24:21.

Það var boðið uppá nýliðaslag í Þýskalandi þegar að Dortmund tók á móti CSKA og þar komu heimastúlkur heldur betur á óvart þar sem þær byrjuðu leikinn af miklum krafti. Þegar um tólf mínútur voru liðnar af leiknum höfðu þær þýsku 10:3 forystu en gestirnir náðu þó að koma tilbaka og voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 15:11. Leikmenn Dortmund náðu aftur góðum spretti í seinni hálfleik þar sem þær náðu aftur sjö marka forystu 24:17 en þá fór allt í baklás hjá heimastúlkum. Síðustu 10 mínúturnar voru eign þeirra rússnesku og þær náðu að lokum að fara með sigur af hólmi 29:28.

Úrslit helgarinnar:

Györ 32:25 Odense (16:11)
Markaskorarar Györ: Veronica Kristiansen 7, Estelle Nze Minko 6, Anita Görbicz 4, Eduarda Amorim 3, Stine Bredal Oftedal 3, Kari Brattset 3, Viktoria Lukács 2, Dorottya Faluvégi 2, Anne Mette Hansen 1, Beatrice Edwige 1.
Varin skot: Silje Solberg 8, Amandine Leynaud 4.
Markaskorarar Odense: Lois Abbingh 7, Nycke Groot 4, Jessica Da Silva 4, Rikke Iversen 2, Freja Kyndboel 2, Sara Hald 2, Helena Hageso 2, Angelica Wallen 1, Malene Aambakk 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 7, Tess Wester 6.

Metz 33:27 Krim (19:11)
Markaskorarar Metz: Tjasa Stanko 8, Orlane Kanor 4, Louise Burgaard 3, Astride N’Gouan 3, Camila Micijevic 3, Maud-Eva Copy 3, Olga Perederiy 2, Meline Nocandy 2, Emma Jacques 2, Debbie Bont 1, Laura Kanor 1, Julie Le Blevec 1.
Varin skot: Hatadou Sako 12, Ivana Kapitanovic 1.
Markaskorarar Krim: Oceane Sercien 6, Matea Pletikosic 6, Valentina Klemencic 3, Ana Kojic 2, Harma Van Kreij 2, Hana Vucko 2, Nina Zabjek 2, Branka Konatar 2, Natasa Ljepoja 1, Tija Zickero 1.
Varin skot: Jovana Risovic 7, Maja Vojnovic 1.

Vipers 30:25 CSM Búkaresti (14:12)
Markaskorara Vipers: Emilie Arntzen 6, Hanna Yttereng 5, Linn Jorum Sulland 4, Nora Mork 4, Henny Reistad 4, Jana Knedlikova 3, Vilde Jonassen 2, June Andenaes 1, Sunniva Andersen 1.
Varin skot: Katrine Lunde 10.
Markaskorarar CSM: Barbara Lazovic 7, Crina Pintea 7, Carmen Martin 6, Gabriela Perianu 2, Siraba Dembele 1, Dragana Cvijic 1, Elizabeth Omoregie 1.
Varin skot: Denisa Dedu 5, Jelena Grubisic 1.

Buducnost 22:22 Brest (12:12)
Markaskorarar Buducnost: Jovanka Radicevic 6, Allison Pineau 6, Tatjana Brnovic 3, Andrea Lekic 2, Katarina Dzaferovic 2, Nikolina Vukcevic 2, Valeriia Maslova 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 12.
Markaskorarar Brest: Coralie Lassource 5, Ana Gros 4, Sladjana Pop-Lazic 3, Pauline Coatanea 2, Djurdjina Jaukovic 2, Isabelle Gulldén 1, Kalidiatou Niakate 1, Amandine Tissier 1, Alicia Toublanc 1, Constance Mauny 1, Paulette Foppa 1.
Varin skot:  Sandra Toft 9, Cleopatre Darleux 2.

Bietigheim 31:32 Rostov-Don (16:17)
Markaskorarar Bietigheim: Antje Lauenroth 7, Luisa Schulze 6, Julia Maidhof 5, Xenia Smits 4, Kim Naidzinavicius 4, Amelie Berger 3, Trine Jensen 2.
Varin skot: Valentyna Salamakha 5, Emily Sando 3.
Markaskorarar Rostov: Anna Sen 8, Ksenia Makeeva 5, Iuliia Managarova 5, Polina Kuznetsova 4, Anna Vyakhireva 3, Vladlena Bobrovnikova 2, Kristina Kozhokar 2, Viktoriya Borschenko 1, Grace Zaadi 1, Anna Lagerquist 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 7, Galina Gabisova 4.

Esbjerg 21:24 FTC (13:9)
Markaskorarar Esbjerg: Marit Malm Frafjord 3, Sonja Frey 3, Vilde Ingstad 3, Kristine Beistol 3, Annette Jensen 3, Elma Halicevic 3, Mette Tranborg 2, Kaja Nielsen 1.
Varin skot: Rikke Poulsen 17.
Markaskorarar FTC: Anikó Kovacsics 6, Nadine Schatzl 5, Antje Malestein 4, Zita Szucsanszki 3, Alicia Stolle 3, Gréta Márton 3.
Varin skot: Blanka Bíró 7, Kinga Janurik 4.

B.Dortmund 28:29 CSKA (15:11)
Markaskorarar Dortmund: Alina Grijseels 10, Inger Smits 6, Jennifer Gutierrez 4, Kelly Dulfer 4, Kelly Vollebregt 2, Merel Freriks 2.
Varin skot: Isabell Roch 6, Rinka Duijndam 1.
Markaskorarar CSKA: Ekaterina Ilina 8, Elena Mikhaylichenko 6, Olga Gorshenina 4, Darya Dmitrieva 3, Marina Sudakova 2, Kathrine Heindahl 2, Sara Ristovska 2, Anastasiia Illarionova 1, Antonina Skorobogatchenko 1.
Varin skot: Chana Masson de Souza 7.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -