- Auglýsing -
- Argentína vann Bólivíu með 62 marka mun í fyrstu umferð í meistarakeppni Mið- og Suður-Ameríku í handknattleik karla í gær, 70:8. Brasilía vann Paragvæ, 46:19, og Chile hafði betur í leik sínum við Kosta Ríka, 34:16.
- Eyþór Vestmann leikmaður Kórdrengja sem hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fjölnis og Kórdrengjanna í Grill66 deild karla á dögunum var ekki úrskurðaður í leikbann á fundi aganefndar á þriðjudaginn. Athygli hans er þó vakin á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota. Þetta var eina málið á borði aganefndar á fundi hennar.
- Til viðbótar við að 14 leikmenn þýska landsliðsins smituðust á meðan liðið tók þátt í Evrópumótinu í handknattleik karla í Slóvakíu þá greindist Andreas Michelmann, forseti þýska handknattleikssambandsins með covid í gær, sama dag og þýska liðið lék sinn síðasta leik á mótinu.
- Danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen tekur undir með mörgum leikmönnum og þjálfurum sem tekið hafa og taka enn þátt í Evrópumóti karla í handknattleik um að sóttvarnir á mótinu séu óviðunandi. Hann segir með öllu óskiljanlegt að eftir góða reynslu af búbblubúskap landsliða frá síðasta heimsmeistaramóti og Ólympíuleiknum í sumar að ekki hafi ákveðið að liðin héldu sig í búbblum á EM.
- Engar fjöldatakmarkanir verða á komum áhorfenda á íþróttakappleiki í Danmörku frá og með næstu mánaðarmótum en um það leyti verður covid ekki lengur talið vera þjóðfélagsleg ógn þar í landi.
- Auglýsing -