Þrír leikir voru á dagskrá í Meistaradeild kvenna í gær en um var að ræða leiki sem varð að fresta fyrr i mánuðinum vegna kórónuveirunnar. Í B-riðli áttust við Kastamonu og Sävehof en gengi þessara liða hefur ekki verið gott í keppninni það sem af er leiktíðar. Sænska liðið hafði ekki unnið leik frá því í október en tókst þó að ljúka taphrinu sinni með því að vinna leikinn, 29-26. Tyrkneska meistaraliðið er því enn án stiga í Meistaradeildinni.
Esbjerg vann sinn sjöunda leik í röð í Meistaradeildinni er liðið lagði Podravka nokkuð örugglega 30-17 á heimavelli. Ósigur króatíska liðsins þýðir að það á ekki lengur möguleika á að komast í útsláttarkeppnina þótt enn séu þrjár umferðir eftir af riðlakeppninni.
Stórleikur helgarinnar var viðureign Brest og FTC en liðin berjast um tvö efstu sætin í A-riðli. Heimakonur í Brest höfðu betur, 30-25. Var það ekki síst að þakka stórleik franska landsliðsmarkvarðarins, Cleopatre Darleux. Hún varði 19 skot. Þetta er fimmti sigurleikur Brest á heimavelli á keppnistímabilinu en það er taplaust.
A-riðill:
Esbjerg 30-17 Podravka (18-7)
- Sóknarleikur Podravka gekk ekki næginlega vel í upphafi leiks og komst heimaliðið fljótlega sjö mörkum yfir, 9-2.
- Króatíska liðið náði aðeins að skora 7 mörk í fyrri hálfleik en það er versta frammistaða liðsins í einum hálfleik í Meistaradeild kvenna frá því í nóvember 2015 þegar að liðið skoraði aðeins sex mörk gegn Thüringer.
- Danska liðið setti nýtt félagsmet í Meistaradeildinni yfir fæst mörk fengin á sig í einum leik eða 17 talsins. Eldra metið var 18 mörk gegn Sävehof í nóvember 2016.
- Þetta var tíundi tapleikur króatíska liðsins í röð en það nálgast óðum eldra met sitt sem var 14 tapleikir.
- Esbjerg á möguleika á því að tryggja sér farseðil beint í 8-liða úrslit með því að vinna Buducnost um næstu helgi.
Brest 30-25 FTC (19-16)
- Í fyrsta skipti á þessu tímabili tókst Brest að vinna þrjá leiki í röð. Er liðið þar með komið upp fyrir FTC í riðlinum. Liðin eru jöfn að stigum en Brest stendur betur að vígi í innbyrðisleikjum.
- Cleopatre Darleux markvörður Brest varði tíu skot í fyrri hálfleiknum og átti ekki hvað sístan þátt í að Brest var þremur mörkum yfir eftir fyrri hálfleik, 19-16.
- Helene Fauske Gigstad var markahæst í liði Brest með 13 mörk.
- Þetta er þriðja tap FTC í síðustu fjórum leikjum. Allir leikirnir hafa tapast á útivelli.
- Þetta er aðeins í annað skipti sem Brest vinnur ungverskt félag í 11 leikjum í Evrópukeppni.
- Brest, Esbjerg og Györ eru öll taplaus á heimavelli í Meistaradeildinni á leiktíðinni.
B-riðill - Kastamonu 26-29 Sävehof (14-16)
- Sävehof náði góðum 4-1 kafla undir miðjan fyrri hálfleik og komst yfir, 10:6.
- Góð frammistaða Marinu Rajcic markvarðar átti stóran þátt í að liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik.
- Heimakonur náðu að jafna metin, 20-20. Sænsku gestirnirni náðu 6-2 kafla sem lagði grunn að sigrinum.
- Börjesson markvörður Sävehof varði vel undir lok leiks, var með 41% hlutfallsmarkvörslu þegar upp var staðið.
- Tolstrup Petersen skoraði sjö mörk fyrir Sävehof í leiknum en Jovanka Radicevic var markahæst hjá Kastamonu með sex mörk.
- Sävehof komst í sjötta sætið með sex stig með sigrinum en Kastamonu er enn án stiga eftir ellefu tapleiki í röð.