- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli kjörinn í úrvalslið EM

Viktor Gísli Hallgrímsson er í úrvalsliði EM valið af áhorfendum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson er í úrvalsliði Evrópumeistaramótsins í handknattleik sem áhugamenn um mótið völdu en um 10.000 manns víða í Evrópu tóku þátt í kjöri á úrvalsliðinu í gegnum smáforrit Evrópumótsins. Greint var frá niðurstöðununum í morgun.

Hægt var að velja á milli sex leikmanna í hverru stöðu og voru nokkrir íslenskir handknattleiksmenn í kjöri auk Viktors Gísla.


Mikilvægasti leikmaður Evrópumótsins var kjörinn Svíinn Jim Gottfridsson. Þetta er í annað sinn sem Gottfridsson er valinn mikilvægasti leikmaður EM. Hann hreppti einnig hnossið fyrir fjórum árum er sænska landsliðið varð í þriðja sæti.


Viktor Gísli er ekki amalegum félagsskap í úrvalsliðinu sem skipað er eftirtöldum leikmönnum:


Markvörður: Viktor Gísli Hallgrímsson, Íslandi.
Vinstra horn: Milos Vujovic, Svartfjallalandi.
Vinstri skytta: Mikkel Hansen, Danmörku.
Miðjumaður: Luc Steins, Hollandi.
Hægri skytta: Mathias Gidsel, Danmörku.
Hægra horn: Aleix Gómez, Spáni.
Línumaður: Johannes Golla, Þýskalandi.
Besti varnarmaður: OScar Bergendahl, Svíþjóð.
Mikilvægasti leikmaðurinn: Jim Gottfridsson, Svíþjóð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -