- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar á ný í fjórða sæti eftir markasúpu í Mosfellsbæ

Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði níu mörk fyrir Hauka í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar voru ekki lengi að ná til baka fjórða sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik sem ÍBV hafði tyllt sér í fyrr í kvöld með sigri á Val í Vestmannaeyjum. Haukar komust á ný stigi upp fyrir ÍBV með tíu marka sigri á neðsta liði deildarinnar, Aftureldingu, í miklum markaleik í Mosfellsbæ, 38:28.


Haukar voru 10 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 21:11, og hafa þar með 15 stig í fjórða sæti eins og KA/Þór í þriðja sæti. Haukar hafa leikið tveimur leikjum fleira en ríkjandi meistarar frá Akureyri. ÍBV er stigi á eftir Haukum en eiga tvo leiki til góða.


Haukar voru með yfirburði í Mosfellsbæ í kvöld. Varnarleikur var vart fyrir hendi hjá Mosfellingum og markvarsla þar af leiðandi með minnsta móti. Segja má að Haukar hafi verið búnir að gera út um leikinn strax í hálfleik, slíkir voru yfirburðirnir þótt Aftureldingarliðið reyndi hvað það gat.


Mörk Aftureldingar: Thelma Rut Frímannsdóttir 6/4, Katrín Helga Davíðsdóttir 6, Sylvía Björt Blöndal 4, Lovísa Líf Helenudóttir 4, Drífa Garðarsdóttir 3, Jónína Hlín Hansdóttir 2, Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir 1, Margrét Björg Castillo 1, Ragna Sif Úlfarsdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 8, 29,6% – Eva Dís Þrastardóttir 1, 5,3%.


Mörk Hauka: Karen Helga Díönudóttir 7, Sara Odden 6, Ásta Björt Júlíusdóttir 5/1, Berta Rut Harðardóttir 5, Natasja Hammer 4, Birta Lind Jóhannsdóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Emilía Katrín Matthíasdóttir 1, Rósa Kristín Kemp 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 7, 30,4% – Sif Hallgrímsdóttir 4, 25%.


Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -