- Auglýsing -
Óhætt er að segja vera Frakkans Didier Dinart á stóli landsliðsþjálfara Sádi Arabíu hafi verið stutt gaman. Hann sagði starfi sínu lausu eftir að Asíukeppninni lauk á mánudaginn. Undir stjórn Dinart hafnaði landslið Sádi Arabíu í þriðja sæti mótsins og tryggði sér farseðilinn á HM á næsta ári.
Árangurinn nægði ekki til þess að Dinart hefði áhuga á að halda áfram og fara með landsliðið á HM á næsta ári.
Dinart var um árabil fremsti varnarmaður heims og var sem slíkur kjölfesta í varnarleik franska landsliðsins í hálfan annan áratug. Hann tók síðan við þjálfun franska landsliðsins 2016 og stýrði því til sigurs á HM 2017 en hætti 2020 eftir að óánægju gætti með störf hans á EM 2020.
Ekki kemur fram af hverju Dinart hætti eftir svo skamman tíma hjá Sádum. Hann mun hinsvegar ekki hafa fengið sig fullsaddan af þjálfun og segir við fjölmiðla í heimalandinu að hann velti nú vöngum yfir nokkrum tilboðum.