- Auglýsing -
- Auglýsing -

Veiktust hver á fætur annarri eftir að andstæðingurinn reyndist smitaður

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Zachsen Zwickau. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í þýska 1. deildarliðinu BSV Sachsen Zwickau hafa ekki leikið og æft í hálfan mánuð eftir að kórónuveiran knúði dyra í herbúðum liðsins eftir leik við Oldenburg 22. janúar. Síðan hefur leikjum BSV Sachsen Zwickau verið frestað, þar á meðal viðureign við SV Union Halle Neustadt sem fram átti að fara í dag.


Díana Dögg sagði við handbolta.is í morgun að komið hafi í ljós að nokkrir leikmenn Oldenburg hafi verið smitaðir í leiknum við BSV Sachsen Zwickau fyrir hálfum mánuði. Þeir hafi ekki haft vitneskju um það fyrr en leikurinn var um garð genginn. „Við veiktumst hver á fætur annarri dagana á eftir, ég þar á meðal,“ sagði Díana Dögg sem losnaði úr einangrun í gær. Hún segist hafa orðið „drulluveik.“


„Þær síðustu losna úr einangrun í dag. Til viðbótar hafa nokkrar í liðinu veikst án þess að hafa greinst með covid,” sagði Díana Dögg ennfremur.


Eftir langvarandi veikindi og einangrun verða leikmenn BSV Sachsen Zwickau að fara rólega af stað við æfingar áður en að keppni kemur. Díana Dögg sagðist vonast til að gefinn verði nokkur tími til að ná sér aðeins á strik eftir veikindin áður en keppni hefst á nýjan leik.


BSV Sachsen Zwickau, sem er nýliði í þýsku 1. deildinni, situr í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -