Það fóru þrír leikir fram í Meistaradeild kvenna í gær, tveir þeirra voru í A-riðli en einn í B-riðli. Umferðinni lýkur svo í dag með 5 leikjum.
Í Slóveníu tóku Krim á móti þýska liðinu Bietigheim þar sem gestirnir byrjuðu mun betur og þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum höfðu þær fimm marka forystu 20:15. Heimastúlkur tóku heldur betur við sér á þessum síðustu 20 mínútum og unnu þann kafla 13:6 og unnu þar með leikinn 28:26. Þetta var fyrsti sigur Krim í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en Bietigheim er enn að leita að sínum fyrsta sigri en þær hafa þó verið nálægt því í síðustu tveimur leikjum en liðið er ekki með nægilega mikla breidd til þess að halda út í 60 mínútur.
Metz fór í ferðalag til Rússlands til þess að mæta heimastúlkum í Rostov-Don þar sem þær lentu í kröppum dansi. Heimastúlkur voru með yfirhöndina allan tímann og virtust gestirnir ekki ráða við þann hraða sem leikmenn Rostov héldu uppi í þessum leik og heimastúlkur unnu góðan sigur 30:26. Þá munaði mikið um framlag Grace Zaadi í þessum leik en hún var fyrrum samherjum sínum í Metz erfið, skoraði 5 mörk og var með 3 stoðsendingar auk þess að hún átti góðan leik í vörn Rostov.
Ríkjandi meistarar í Györ lentu í kröppum dansi gegn rúmenska liðinu Valcea á heimavelli en þær ungversku voru tveimur mörkum undir í hálfleik 17:15. En þær tóku sig heldur betur saman í andlitinu í seinni hálfleik þar sem þær byrjuðu af krafti, breyttu stöðunni í 27:20 eftir 11 mínútna leik. Alls skoraði Györ 23 mörk í seinni hálfleik og fóru að lokum með sjö marka sigur, 38:31. Györi er þar með taplaust í 42 leikjum í röð.
Franski leikstjórnandinn, Estelle Nze Minko fór fyrir liði Györ í seinni hálfleik þar sem hún skoraði hvorki meira né minna en átta mörk og var driffjöðurin í þessari endurkomu ungverska liðsins.
Úrslit dagsins
Krim 28:26 Bietigheim (12:16)
Markaskorarar Krim: Oceane Sercien 7, Matea Pletikosic 6, Samara Da Silva 5, Valentina Klemencic 4, Harma van Kreij 2, Maja Svetik 2, Manca Juric 1, Branka Konatar 1.
Varin skot: Jovana Risovic 12.
Markaskorarar Bietigheim: Kim Naidzinavicius 7, Antje Lauenroth 5, Luisa Schulze 5, Julia Maidhof 5, Anna Loerper 2, Xenia Smits 2.
Varin skot: Emily Sando 8, Valentyna Salamakha 1.
Rostov-Don 30:26 Metz (16:12)
Markaskorarar Rostov: Anna Sen 5, Grace Zaadi 5, Anna Vyakhireva 5, Iuliia Managarova 4, Ksenia Makeeva 3, Kristina Kozhokar 3, Viktoriya Borschenko 2, Vladlena Bobrovnikova 2, Anna Lagerquist 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 12.
Markaskorarar Metz: Meline Nocandy 6, Olga Perederiy 5, Tjasa Stanko 5, Debbie Bont 2, Camila Micijevic 2, Laura Kanor 2, Maud-Eva Copy 2, Louise Burgaard 1, Orlane Kanor 1.
Varin skot: Hatadou Sako 14.
Györ 38:31 Valcea (15:17)
Markaskorarar Györ: Estelle Nze Minko 10, Viktoria Lukacs 8, Veronica Kristiansen 6, Anita Görbicz 4, Kari Brattset 3, Stine Bredal Oftedal 2, Anne Mette Hansen 2, Csenge Fodor 2, Eduarda Amorim 1.
Varin skot: Amandine Leynaud 3, Silje Solberg 3.
Markaskorarar Valcea: Mireya Gonzalez 8, Asma Elghaoui 6, Ann Norgaard 3, Kristina Liscevic 3, Evgenija Minevskaja 3, Marta Lopez 2, Jelena Trifunovic 2, Zeljka Nikolic 2, Elena Florica 1, Maren Aardahl 1.
Varin skot: Marta Batinovic 7, Diana Ciuca 4.