Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og samherjar hennar í Ringköbing unnu afar mikilvægan sigur í botnbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar þegar þær unnu Randers í Randers, 26:25 í 20. umferð deildarinnar.
Sigurmarkið var skorað mínútu fyrir leikslok en leikmenn Randers voru nærri að jafna metin á síðustu sekúndu. Lokaskot leiksins hafnaði í stönginni á marki Elínar Jónu.
Elín Jóna stóð í marki Ringköbing nær allan leikinn og varð 11 skot, þar af eitt vítakast, 34% markvarsla.
Ringköbing er ennþá í næsta neðsta sæti deildarinnar en er aðeins einu stigi frá Randers sem er í sætinu fyrir ofan.
Elín Jóna og félagar áttu erfitt uppdráttar framan af leiknum og voru m.a. sjö mörkum undir, 11:3, eftir um 19 mínútur. Þá hófst upprisan og aðeins var fjögurra marka munur, 14:10, þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.
Ringköbing var sterkara í síðari hálfleik og vann upp forskotið og hafði svo heim með sér stigin tvö eftir æsilegan spennandi lokakafla.
Sex umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni.