Heilbrigðisráðherra hefur gefið út reglugerð á takmörkunum vegna farsóttar sem tekur gildi á þriðjudaginn og stendur til 3. nóvember. Þar er í stórum dráttum um sömu reglur að ræða og tóku gildi fyrr í þessum mánuði. Íþróttaæfingar og keppni er óheimil áfram á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
Þetta er samhljóða drögum sem birt voru á föstudaginn.
Æfingar og keppni í íþróttum er heimil annarstaðar en iðkendum ber að virða fjarlægðatakmörk s.s. í búningsklefum auk þess sem huga verður vel að þrifum á sameiginlegum búnaði og snertiflötum. Eins mega áhorfendur ekki vera vitni að kappleikjum utan höfuðborgarsvæðisins. Fleira þarf að hafa í huga eins og áður.
Reglugerð um sóttvarnaráðstafanir.