- Auglýsing -
- Auglýsing -

Darraðardans í Esbjerg

Hart barist um boltann í Meistaradeild kvenna í handknattleik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fimmtu umferð í Meistaradeild kvenna lauk í dag með fimm leikjum þar sem var hart barist og er ljóst að það ber ekki mikið á milli liðanna í ár og í raun útilokað að spá fyrir um úrslit leikjanna fyrirfram.

Ellefu á skýrslu

Í fyrsta leik dagsins áttust við Esbjerg og Vipers þar sem heimastúlkur í Esbjerg voru áfram fáliðaðar eða aðeins með ellefu leikmenn a leikskýrslu og þar af 9 útileikmenn. Þrátt fyrir það þá náðu þær að knýja fram jafntefli gegn Vipers í þessum leik 27-27 í mjög svo sveiflukenndum leik þar sem liðin skiptust sex sinnum á að vera með forystu.

Bæði lið fengu möguleika á því að skora sigurmarkið, Vipers fór í sókn þegar um 30 sekúndur voru eftir en töpuðu boltanum og svo átti Sonja Frey leikstjórnandi Esbjerg skot í stöng þegar um 5 sekúndur voru eftir. En það er ljóst að ef danska liðið nær fram þessum mikla baráttuanda eins og það gerði í þessum leik þá munu þær ná í fleiri stig fjótlega. Með þessu jafntefli eru Vipers komnar með sjö stig en Esbjerg situr í fimmta sætinu með þrjú stig.

Arenhart sá um Dortmund

Buducnost sem hefur farið rólega af stað í Meistaradeildinni tók á móti nýliðunum í Dortmund í leik þar sem gestirnir voru betri aðilinn framan af leik. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum voru þær þýsku með fimm marka forystu 22-17 en þá fór allt í baklás hjá þeim þar sem munaði mestu um frammistöðu Barböru Arenhart markvarðar Buducnost en hún sá til þess að Dormund skoruðu aðeins fjögur mörk á síðustu 20 mínútunum. Þetta nýttu útileikmenn Buducnost sér og þær unnu að lokum tveggja marka sigur 28-26 og þar með var fyrsti sigurinn í Meistaradeildinni í vetur kominn í hús hjá Svartfellingunum.

Stórkostlegur leikur Grubisic

CSM Búkaresti tók á móti FTC þar sem gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust meðal annars í 4-1 forystu. Heimastúlkur voru þó fljótar að rífa sig í gang þar sem Jelena Grubisic, markvörður liðsis fór fyrir liði sínu en hún átti stórkostlegan leik og var með 42% markvörslu í leiknum og hún ásamt flottum varnarleik CSM skópu flottann 25-19 sigur.  Það var einnig annar leikmaður sem minnti heldur betur á sig í þessum leik en það var franski landsliðsfyrirliðinn, Siraba Dembele en hún skoraði níu mörk í leiknum. Með sigrinum fór CSM uppí þriðja sæti í riðlinum með sex stig en FTC situr í því sjöunda með 2 stig.

Þriðji leikur Brest án sigurs

Aðalleikur þessarar umferðar fór svo fram í Frakklandi þegar að Brest tók á móti CSKA þar sem nýliðarnir frá Rússlandi héldu áfram að koma öllum á óvart. Heimastúlkur voru aðeins einu sinni með forystuna í þessum leik þegar þær voru 4-3 yfir á áttundu mínútu en eftir það voru þær ávallt í eltingarleik sem endaði með sigri gestanna 30-28. Fyrir leikinn var mikið talað um einvígi á milli Gros hjá Brest og Mikhaylichenko hjá CSKA en þær veru markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar. Mikhaylichenko vann það einvígi þar sem hún skoraði 7 mörk í leiknum en Gros skoraði 6. Það vissu flestir að CSKA væri með hörkulið en líklega var enginn sem trúði því að þær gæti verið taplausar í Meistaradeildinni eftir fimm umferðir og með þessum sigri eru þær á toppi B-riðils með níu stig en franska liðið sem hefur ekki náð að sigra í síðustu 3 leikjum eru með sex stig.

Ellefu skoruðu 33 mörk

Lokaleikurinn fór svo fram í Króatíu þegar að heimastúlkur í Podravka tóku á móti Odense en sá leikur náði aldrei að verða spennandi. Varnarleikur danska liðsins sem og markvarsla var til fyrirmyndar í þessum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik en þær fengu aðeins á sig fimm mörk í öllum hálfleiknum og þær fóru með sigur af hólmi 33-17. Markaskor dreifðist mikið hjá Odense en það voru ellefu leikmenn sem skoruðu þessi 33 mörk í dag og með þessum sigri fer liðið í annað sætið í riðlinum með átta stig

Úrslit dagsins

Esbjerg 27-27 Vipers (12-12)
Markaskorarar Esbjerg: Mette Tranborg 8, Kristine Breistol 7, Annette Jensen 4, Marit Malm Frafjord 2, Sonja Frey 2, Elma Halicevic 2, Sanna Solberg 1, Kaja Nielsen 1.
Varin skot: Rikke Poulsen 10.
Markaskorarar Vipers: Linn Jorum Sulland 4, Jana Knedlikova 4, Marta Tomac 3, Nora Mork 3, Malin Larsen 3, Henny Reistad 3, Hanna Yttereng 2, Emilie Arntzen 2, Vilde Jonassen 2, June Andenaes 1.
Varin skot: Katrine Lunde 10, Evelina Eriksson 4.

B.Dortmund 26-28 Buducnost (15-13)
Markaskorarar Dortmund: Kelly Vollebregt 6, Alina Grijseels 6, Kelly Dulfer 5, Inger Smits 3, Clara Danielsson 2, Jennifer Gutierrez 2, Merel Freriks 2.
Varin skot: Yara Ten Holte 5, Isabell Roch 4.
Markaskorarar Buducnost: Allison Pineau 7, Majda Mehmedovic 7, Valeriia Maslova 5, Andrea Lekic 3, Jovanka Radicevic 2, Nikolina Vukcevic 2, Itana Grbic 1, Tatjana Brnovic 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 14.

CSM Búkaresti 25-19 FTC (12-10)
Markaskorarar CSM: Siraba Dembele 9, Cristina Neagu 6, Barbara Lazovic 5, Crina Pintea 2, Gabriela Perianu 1, Bianca Bazaliu 1, Laura Moisa 1.
Varin skot: Jelena Grubisic 14.
Markaskorarar FTC: Antje Malestein 5, Zita Szucsanszki 4, Alicia Stolle 4, Anikó Kovacsics 3, Gréta Márton 2, Julia Behnke 1.
Varin skot: Kinga Janurik 9.

Brest 28-30 CSKA (13-17)
Markaskorarar Brest: Ana Gros 6, Kalidiatou Niakate 6, Djurdjina Jaukovic 5, Coralie Lassource 4, Alicia Toublanc 2, Pauletta Foppa 2, Sladjana Pop-Lazic 1, Pauline Coatanea 1, Constance Mauny 1.
Varin skot: Sandra Toft 7.
Markaskorarar CSKA: Elena Mikhaylichenko 7, Polina Gorshkova 5, Kathrine Heindhal 4, Polina Vedekhina 4, Ekaterina Ilina 3, Sara Ristovska 3, Olga Gorshenina 2, Anastasiia Illarionova 1.
Varin skot: Chana Masson 6.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -