- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Orri Freyr, Aron Dagur, Elvar, Ágúst Elí, Mem, Pascual, Zagreb, Szeged

Orri Frey Þorkelson landsliðsmaður og leikmaður Elverum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki mark þegar Elverum tapaði naumlega fyrir þýska meistaraliðinu THW Kiel, 31:30, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í gærkvöld. Leikið var í Hákonshöll í Lillehammer fyrir framan nærri 8.600 áhorfendur. Aron Dagur Pálsson sem gekk til liðs við Elverum í vikunni var ekki klár í slaginn með liðinu að þessu sinni.
  • Elvar Ásgeirsson skorað tvö mörk þegar lið hans Nancy tapaði á útivelli fyrir Cesson Rennes, 30:25, í frönsku 1. deildinni í handknattleik karla í gærkvöld. Hann átti ennfremur tvær stoðsendingar.  Nancy er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. 
  • Ágúst Elí Björgvinsson varði sex skot, 17% markvarsla, þegar Kolding tapaði á heimavelli fyrir Skanderborg Aarhus, 37:27, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Kolding er næst neðst í deildinni með 12 stig eftir 20 leiki. Skanderborg Aarhus situr í þriðja sæti á eftir meisturum Aalborg og GOG.
  • Dika Mem skoraði níu mörk þegar Barcelona vann Dinamo Búkarest, 35:30, í B-riðli Meistardeildar Evrópu í gærkvöld. Þjálari Búkarestliðsins er Xavi Pascual sem er sigursælasti þjálfari í sögu handknattleiksliðs Barcelona. Hann hætti þjálfun Barcelona á síðasta sumri og fluttist til Búkarest og tók við meistaraliði Rúmeníu. Mohamed Mamdouh skoraði einnig níu mörk fyrir Dinamo sem rekur lestina í B-riðli. Barcelona er hinsvegar í öðru sæti.
     
  • RK Zagreb virðist vera að rétta úr kútnum í Meistaradeildinni. Liðið vann ungverska meistaraliðið Pick Szeged, 26:24, á heimavelli. Var þetta þriðji sigur Zagrebliðsins í keppninni í vetur en í fyrra tapaði það öllum leikjum sínum. Szeged missti af tækifærinu að komast á topp A-riðils við tapið.
Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -