Sex leikir eru fyrirhugaðir í Olísdeildum kvenna og karla og í Coca Cola-bikarkeppninni í kvöld. Ef þeir fara allir fram þá verður í nægu að snúast fyrir handknattleikáhugafólk víða um land. Vonandi geta leikirnir farið fram en engum ætti að koma á óvart þótt einhverjum verði slegið á frest vegna þess að Kári er enn í vígamóð.
Uppfært kl. 14.50 – Tveimur leikjum kvöldsins hefur verið frestað. Nánar hér fyrir neðan.
Síðasti leikur 16-liða úrslita í Coca Cola-bikarnum stendur fyrir dyrum. Á ýmsu hefur gengið við að koma leiknum á dagskrá undanfarna viku. Hver veit hvað gerist í kvöld?
HK og KA/Þór mætast í Olísdeild kvenna í Kórnum. Liðin leiddu síðast saman hesta sína í KA-heimilinu á sunnudagskvöld í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins.
Afturelding leikur sinn fyrsta leik í Olísdeild karla á þessu ári og vart seinna vænna þegar skammt er eftir af febrúar. Grótta og HK mætast í leik sem upphaflega átti að fara fram fyrir áramót. Sömu sögu er að segja af viðureign Fram og Vals sem einnig er úr áttundu umferð Olísdeildar.
Olísdeild kvenna:
Kórinn: HK – KA/Þór kl. 18 – sýndur á HKtv.
Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.
Olísdeild karla:
Varmá: Afturelding – Selfoss, kl. 19.30 – sýndur á Aftureldingtv.
Hertzhöllin: Grótta – HK, kl. 20 – sýndur á Gróttatv.
Framhús: Fram – Valur, kl. 20 – sýndur á Stöð2Sport.
KA-heimilið: KA – ÍBV, kl. 18 – Uppfært kl. 14.50 – leiknum hefur verið frestað um sólarhring vegna ófærðar.
Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.
Coca Cola bikar karla, 16-liða úrslit:
Ísafjörður: Hörður – FH, kl. 18 – Uppfært kl. 14.50 – leiknum hefur verið frestað vegna ófærðar. Unnið er að því að finna annan leikdag.